Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:44 Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00