Bjarni Ólafur: Mjög líklegt að ég sé hættur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 12:22 Bjarni Ólafur segir líklegt að hann sé hættur í fótbolta. Vísri/arnþór Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira