Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Gróttu í D-riðli Lengjubikars karla í dag. Brynjólfur Darri Willumsson og Alexander Helgi Sigurðarson skoruðu mörk Blika sem eru komnir með þrjú stig í riðlinum.
Alexander Helgi kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 1-0. Töluverð harka var í leiknum, þónokkuð um spjöld og aðstoðarþjálfari Gróttu fékk meðal annars rautt spjald á bekknum.
Brynjólfur Darri kom Blikum síðan í 2-0 í síðari hálfleiknum og Alexander Helgi skoraði sitt annað mark og þriðja mark Blika og tryggði öruggan sigur.
Þetta voru fyrstu leikir liðanna í riðlinum en Keflavík hafði lagt Hauka um síðustu helgi og FH unnið sigur á Víkingum í gærkvöldi.
