Þyngist um tvö kíló á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 19:45 Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira