Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag sighvatur@frettabladid.is skrifar 16. febrúar 2019 08:00 Framkvæmdir hafa legið niðri frá því að skyndifriðun austurhluta Víkurgarðs tók gildi þann 8. janúar síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fornminjanefnd telur að markmiðum um vernd minjasvæðis í Víkurgarði verði síður náð með stækkun friðlýsingarsvæðis garðsins eins og tillaga Minjastofnunar gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar frá 31. janúar síðastliðnum. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að fjalla um tillögur Minjastofnunar að friðlýsingum áður en þær eru sendar ráðherra. Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna skyndifriðunar Víkurgarðs þarf að liggja fyrir næstkomandi mánudag. Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu en Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan þess reits sem félagið Lindarvatn áformar að reisa hótel á. Sá hluti Víkurgarðs sem í daglegu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi hins vegar nauðsynlegt að stækka friðlýsingarsvæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkurgarður nýttur sem aðkomusvæði hótelsins sem væri algerlega óásættanlegt. Í fyrrnefndri bókun fornminjanefndar segir að áform framkvæmdaaðila um inngang að hótelinu hafi ekki í för með sér umráðarétt yfir næsta nágrenni, heldur þurfi þeir að lúta þeim skilyrðum sem Minjastofnun setji. Þá er brýnt fyrir Minjastofnun, Reykjavíkurborg og framkvæmdaaðilum að ná samkomulagi sem komi til móts við sjónarmið allra aðila þó þannig að vernd minjasvæðisins verði í öndvegi. Töluverðar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu og hafa heiðursborgarar Reykjavíkur meðal annars mótmælt framkvæmdunum. Í dag stendur félagsskapurinn Verndum Víkurgarð fyrir baráttuskemmtun í Iðnó sem hefst kl. 14. Í yfirlýsingu sem meðal annars var birt í Fréttablaðinu í gær skorar fjöldi nafntogaðra einstaklinga á Lilju Alfreðsdóttur að friðlýsa austurhluta Víkurgarðs en þar með yrði allur garðurinn, eins og mörk hans voru árið 1838, friðlýstur. Reykjavík Skipulag Víkurgarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fornminjanefnd telur að markmiðum um vernd minjasvæðis í Víkurgarði verði síður náð með stækkun friðlýsingarsvæðis garðsins eins og tillaga Minjastofnunar gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar frá 31. janúar síðastliðnum. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að fjalla um tillögur Minjastofnunar að friðlýsingum áður en þær eru sendar ráðherra. Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna skyndifriðunar Víkurgarðs þarf að liggja fyrir næstkomandi mánudag. Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu en Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan þess reits sem félagið Lindarvatn áformar að reisa hótel á. Sá hluti Víkurgarðs sem í daglegu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi hins vegar nauðsynlegt að stækka friðlýsingarsvæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkurgarður nýttur sem aðkomusvæði hótelsins sem væri algerlega óásættanlegt. Í fyrrnefndri bókun fornminjanefndar segir að áform framkvæmdaaðila um inngang að hótelinu hafi ekki í för með sér umráðarétt yfir næsta nágrenni, heldur þurfi þeir að lúta þeim skilyrðum sem Minjastofnun setji. Þá er brýnt fyrir Minjastofnun, Reykjavíkurborg og framkvæmdaaðilum að ná samkomulagi sem komi til móts við sjónarmið allra aðila þó þannig að vernd minjasvæðisins verði í öndvegi. Töluverðar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu og hafa heiðursborgarar Reykjavíkur meðal annars mótmælt framkvæmdunum. Í dag stendur félagsskapurinn Verndum Víkurgarð fyrir baráttuskemmtun í Iðnó sem hefst kl. 14. Í yfirlýsingu sem meðal annars var birt í Fréttablaðinu í gær skorar fjöldi nafntogaðra einstaklinga á Lilju Alfreðsdóttur að friðlýsa austurhluta Víkurgarðs en þar með yrði allur garðurinn, eins og mörk hans voru árið 1838, friðlýstur.
Reykjavík Skipulag Víkurgarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent