Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 13:15 Albertína Friðbjörg varaformaður atvinnuveganefndar segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær. Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær.
Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira