Rúmlega hálf milljón ungbarna látist í stríðsátökum á fimm árum Heimsljós kynnir 15. febrúar 2019 08:30 Razan, átta ára stelpa frá Jemen, sem slasaðist alvarlega í stríðsátökum. Save the Children. Áætlað er að í það minnsta 550 þúsund ungbörn hafi látið lífið vegna stríðsátaka á árabilinu 2013 og 2017 í þeim tíu löndum sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt greiningu Barnaheilla – Save the Children. Það er að meðaltali yfir 100 þúsund börn á ári hverju. Ungbörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp. Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka fer upp í 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Til samanburðar hafa Barnaheill – Save the Children áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum að á ofangreindu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum. Tölur yfir heildarfjölda látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsins eru birtar í skýrslu Barnaheilla – Save the Children Stop the War on Children (Stöðvum stríð gegn börnum) sem kynnt var í gær, í tengslum við upphaf Öryggisráðstefnunnar í München. Í skýrslunni eru upplýsingar um fjölda barna sem býr á svæðum þar sem stríðsátaka gætir. Þær leiða í ljós að nærri eitt af hverjum fimm börnum býr á svæðum þar sem vopnuð átök og stríð geisa, fleiri en nokkru sinni síðustu 20 ár.Ný rannsókn Friðarrannsóknarsetursins í Osló (PRIO), gerð að tilstuðlan Barnaheilla – Save the Children, sýndi að 420 milljónir barna bjuggu á stríðshrjáðum svæðum árið 2017 eða 18% allra barna í heiminum. Það er aukning um 30 milljónir frá síðasta ári. Afganistan, Jemen, Suður-Súdan, Mið-Afríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Sýrland, Írak, Malí, Nígería og Sómalía eru þau lönd þar sem börn liðu hvað mest vegna átaka árið 2017. „Skýrsla okkar sýnir að þær aðferðir sem beitt er við stríðsrekstur nú á dögum valda börnum meiri þjáningum. Fjöldi þeirra barna sem hafa látist eða örkumlast hefur meira en þrefaldast og við sjáum óhugnanlega aukningu á að neyðaraðstoð sé notuð sem vopn í stríði,“ segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International. „Það er átakanlegt að við skulum, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir siðferðislegum viðmiðum sem eru svo einföld – börn og almennir borgarar skulu aldrei vera skotmörk. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sent alþingismönnum skýrsluna „Stop the war on children“ og hvetja Alþingi og stjórnvöld til þess að beita sér fyrir því á vettvangi alþjóðasamfélagsins að viðurkenndum viðmiðum sé fylgt í stríðsátökum. Að þeir sem brjóta alþjóðalög og alþjóðasamninga verði dregnir til ábyrgðar og að gripið sé til aðgerða til að vernda börn sem búa við stríðsástand og hjálpa og styðja við þau börn sem þegar hafa mátt þola þjáningar vegna stríðsátaka. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora jafnframt á stjórnvöld, atvinnulífið og almenning að sýna samhug í verki og styðja við börn sem búa við þær skelfilegu aðstæður sem stríðsástand er. „Brýnustu verkefnin nú eru að börn sem búa við slíkt ástand eða eru á flótta undan stríðsátökum eigi þess kost að njóta gæðamenntunar og fá sálfélagslegan stuðning til að takast á við þær hræðilegu raunir sem á þeim dynja,“ segir í frétt á vef Barnaheilla.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Áætlað er að í það minnsta 550 þúsund ungbörn hafi látið lífið vegna stríðsátaka á árabilinu 2013 og 2017 í þeim tíu löndum sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt greiningu Barnaheilla – Save the Children. Það er að meðaltali yfir 100 þúsund börn á ári hverju. Ungbörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp. Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka fer upp í 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Til samanburðar hafa Barnaheill – Save the Children áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum að á ofangreindu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum. Tölur yfir heildarfjölda látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsins eru birtar í skýrslu Barnaheilla – Save the Children Stop the War on Children (Stöðvum stríð gegn börnum) sem kynnt var í gær, í tengslum við upphaf Öryggisráðstefnunnar í München. Í skýrslunni eru upplýsingar um fjölda barna sem býr á svæðum þar sem stríðsátaka gætir. Þær leiða í ljós að nærri eitt af hverjum fimm börnum býr á svæðum þar sem vopnuð átök og stríð geisa, fleiri en nokkru sinni síðustu 20 ár.Ný rannsókn Friðarrannsóknarsetursins í Osló (PRIO), gerð að tilstuðlan Barnaheilla – Save the Children, sýndi að 420 milljónir barna bjuggu á stríðshrjáðum svæðum árið 2017 eða 18% allra barna í heiminum. Það er aukning um 30 milljónir frá síðasta ári. Afganistan, Jemen, Suður-Súdan, Mið-Afríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Sýrland, Írak, Malí, Nígería og Sómalía eru þau lönd þar sem börn liðu hvað mest vegna átaka árið 2017. „Skýrsla okkar sýnir að þær aðferðir sem beitt er við stríðsrekstur nú á dögum valda börnum meiri þjáningum. Fjöldi þeirra barna sem hafa látist eða örkumlast hefur meira en þrefaldast og við sjáum óhugnanlega aukningu á að neyðaraðstoð sé notuð sem vopn í stríði,“ segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International. „Það er átakanlegt að við skulum, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir siðferðislegum viðmiðum sem eru svo einföld – börn og almennir borgarar skulu aldrei vera skotmörk. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sent alþingismönnum skýrsluna „Stop the war on children“ og hvetja Alþingi og stjórnvöld til þess að beita sér fyrir því á vettvangi alþjóðasamfélagsins að viðurkenndum viðmiðum sé fylgt í stríðsátökum. Að þeir sem brjóta alþjóðalög og alþjóðasamninga verði dregnir til ábyrgðar og að gripið sé til aðgerða til að vernda börn sem búa við stríðsástand og hjálpa og styðja við þau börn sem þegar hafa mátt þola þjáningar vegna stríðsátaka. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora jafnframt á stjórnvöld, atvinnulífið og almenning að sýna samhug í verki og styðja við börn sem búa við þær skelfilegu aðstæður sem stríðsástand er. „Brýnustu verkefnin nú eru að börn sem búa við slíkt ástand eða eru á flótta undan stríðsátökum eigi þess kost að njóta gæðamenntunar og fá sálfélagslegan stuðning til að takast á við þær hræðilegu raunir sem á þeim dynja,“ segir í frétt á vef Barnaheilla.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent