Stólunum verður ekki refsað fyrir kynþáttaníðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2019 12:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Körfuknattleiksdeild Tindastóls verður ekki refsað af KKÍ vegna áhorfandans sem var með kynþáttaníð í leik Tindastóls og KR í Síkinu á dögunum. Einn áhorfandi kallaði á þjálfara KR í leiknum að taka Kristófer Acox, leikmann liðsins, af velli og setja hann inn í apabúrið. Stólarnir hafa reynt að hafa upp á viðkomandi einstaklingi án árangurs og áköll um að viðkomandi gefi sig fram og biðjist afsökunar hafa ekki borið árangur. „Stólarnir vilja allt gera til að finna þennan einstakling. Við munum ekki refsa fyrir þetta einstaka atvik enda einangrað mál,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við vorum með vinnufund með félögunum daginn eftir þar sem þetta mál var rætt opinskátt. Tindastóll brást vel við öllu í þessu máli og allir eru sammála um að það sé ósanngjarnt að gera eitthvað gagnvart þeim. Við erum samt að skoða þessi mál meira innan okkar raða. Sérstaklega er varðar framtíðina og hvort það sé eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta er sem betur fer einangrað atvik sem kom flatt upp á alla.“ Þó svo KKÍ muni ekki beita refsivendinum í þessu tiltekna atviki þá verður ekki svo ef slíkt mál kemur upp aftur. „Við fylgjumst vel með og munum grípa til aðgerða ef svona atvik kemur aftur upp.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15 Körfuboltakvöld: Dæmum ekki Tindastól á einu skemmdu epli Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu atvikið sem kom upp í Síkinu á Sauðárkróki á fimmtudag þegar stuðningsmaður Tindastóls beitti Kristófer Acox, leikmann KR, kynþáttafordómum. 2. febrúar 2019 11:30 Stólarnir sárir yfir orðum Ojo | Áhorfandinn með kynþáttaníðið ekki fundinn Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo vandaði Tindastóli ekki kveðjurnar í Instagram-færslu í gærkvöldi og sagðist vera feginn að vera laus af Króknum. 13. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Leik lokið: Höttur - Haukar 86-89 | Þriðji sigur Hauka kom á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls verður ekki refsað af KKÍ vegna áhorfandans sem var með kynþáttaníð í leik Tindastóls og KR í Síkinu á dögunum. Einn áhorfandi kallaði á þjálfara KR í leiknum að taka Kristófer Acox, leikmann liðsins, af velli og setja hann inn í apabúrið. Stólarnir hafa reynt að hafa upp á viðkomandi einstaklingi án árangurs og áköll um að viðkomandi gefi sig fram og biðjist afsökunar hafa ekki borið árangur. „Stólarnir vilja allt gera til að finna þennan einstakling. Við munum ekki refsa fyrir þetta einstaka atvik enda einangrað mál,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við vorum með vinnufund með félögunum daginn eftir þar sem þetta mál var rætt opinskátt. Tindastóll brást vel við öllu í þessu máli og allir eru sammála um að það sé ósanngjarnt að gera eitthvað gagnvart þeim. Við erum samt að skoða þessi mál meira innan okkar raða. Sérstaklega er varðar framtíðina og hvort það sé eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta er sem betur fer einangrað atvik sem kom flatt upp á alla.“ Þó svo KKÍ muni ekki beita refsivendinum í þessu tiltekna atviki þá verður ekki svo ef slíkt mál kemur upp aftur. „Við fylgjumst vel með og munum grípa til aðgerða ef svona atvik kemur aftur upp.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15 Körfuboltakvöld: Dæmum ekki Tindastól á einu skemmdu epli Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu atvikið sem kom upp í Síkinu á Sauðárkróki á fimmtudag þegar stuðningsmaður Tindastóls beitti Kristófer Acox, leikmann KR, kynþáttafordómum. 2. febrúar 2019 11:30 Stólarnir sárir yfir orðum Ojo | Áhorfandinn með kynþáttaníðið ekki fundinn Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo vandaði Tindastóli ekki kveðjurnar í Instagram-færslu í gærkvöldi og sagðist vera feginn að vera laus af Króknum. 13. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Leik lokið: Höttur - Haukar 86-89 | Þriðji sigur Hauka kom á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira
Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Óhugnalegt atvik í Síkinu í gærkvöldi. 1. febrúar 2019 20:15
Körfuboltakvöld: Dæmum ekki Tindastól á einu skemmdu epli Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu atvikið sem kom upp í Síkinu á Sauðárkróki á fimmtudag þegar stuðningsmaður Tindastóls beitti Kristófer Acox, leikmann KR, kynþáttafordómum. 2. febrúar 2019 11:30
Stólarnir sárir yfir orðum Ojo | Áhorfandinn með kynþáttaníðið ekki fundinn Bandaríkjamaðurinn Michael Ojo vandaði Tindastóli ekki kveðjurnar í Instagram-færslu í gærkvöldi og sagðist vera feginn að vera laus af Króknum. 13. febrúar 2019 11:00