Vegan ekki nóg fyrir Vínyl Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 14:30 Sonja Magnúsdóttir, einn eigenda Vínyls, segist sýna óánægju grænkera skilning. Vísir/Vilhelm Kaffihúsið Vínyl á Hverfisgötu, sem um árabil var eini veitingastaðurinn í Reykjavík sem var alfarið vegan, hefur boðað stefnubreytingu með vorinu. Til stendur að loka kaffihúsinu 1. mars næstkomandi og opna nýjan, endurbættan bistro-veitingastað undir merkjum Vínyls í apríl. Meðfram breytingunum verður jafnframt reiddur fram nýr matseðill, en á honum verða veitingar sem meðal annars eru unnar úr dýrafurðum. Staðurinn hættir því að vera alfarið vegan - ákvörðun sem íslenskir grænkerar eru ósáttir við. Vínyl hóf rekstur veturinn 2015 og segir Sonja Magnúsdóttir, einn eigenda kaffihússins, að í upphafi árs 2016 hafi verið tekin ákvörðun um að Vínyl yrði alfarið vegan. Það hafi skapað kaffihúsinu töluverða sérstöðu á sínum tíma, enginn annar veitingastaður í Reykjavík sneiddi alfarið fram hjá dýraafurðum. Ekki leið því á löngu áður en farið var að lýsa staðnum sem „Griðastað grænkera“ í fjölmiðlum. Allar götur síðan hefur Vínyl notið mikilla vinsælda og hlotið góða dóma viðskiptavina, eins og ummæli þeirra á TripAdvisor og Facebook bera með sér.Sérstaðan minnkað Nú hafa eigendur staðarins hins vegar ákveðið að breyta til. Þrátt fyrir að ekki sé búið að fullklára nýja matseðilinn segir Sonja að á honum verði að finna dýraafurðir. Ástæðan sé fullkomlega viðskiptalegs eðlis. Sonja útskýrir að frá opnun Vínyls hafi sérstaða hans sem vegan-veitingastaður minnkað með hverju árinu. Með fjölgun grænkera hafi fleiri veitingastaðir svarað kalli þeirra og farið að bjóða upp á dýraafurðalausa rétti. Jafnvel veitingastaðir sem hafa gert út á kjötát séu farnir að reiða fram veganborgara eða hnetusteikur. Aðstandendur Vínyls hafa ekki farið varhluta af þessari þróun að sögn Sonju. Viðskiptin hafi dalað að undanförnu og það er ekki eins og þetta hafi verið „gróðabransi“ fyrir, eins og Sonja kemst að orði. Það megi þó ekki aðeins rekja til aukins framboðs annarrra veitingastaða á veganmat. Matvöruverslanir hafi jafnframt stóraukið úrval sitt á síðustu árum og þannig gert grænkerum auðveldara að elda heima.Það var þéttsetið á Vínyl við Hverfisgötu þegar blaðamann bar að garði.Vísir/vilhelm „Kem ekki aftur til ykkar. Ógeð!!!“ Sérstaða Vínyls sé því lítil þessa dagana og því verði eigendurnir að höfða til fleiri neytenda. Sonja segir jafnframt dæmi þess að viðskiptavinir setjist niður en standi strax upp aftur þegar þeir hafa séð að matseðill Vínyls var alfarið vegan. Það þurfi jafnframt að ná til þeirra, Vínyl verði að geta tekið á móti öllum. Sonja greindi sjálf frá stefnubreytingu Vínyls í fjölmennum hópi íslenskra grænkera á Facebook, Vegan Ísland. Á meðan ýmsir grænkerar þökkuðu Vínyl fyrir frumkvöðlastarf sitt er ekki að sjá að ákvörðunin hafi mætt miklum skilningi meðal grænkera. Vínyl og Sonju var úthúðað. „Sorglegt að skipta út sál og karakter fyrir sálarleysi og kvalir,“ skrifar einn grænkeri við færslu Sonju. „Ég held í alvöru talað að þið hefðuð getað tekið betri viðskiptaákvörðun um að bjarga rekstrinum en að leggjast svona lágt og selja sál ykkar fyrir lítið. Ég er fastakúnni sem mun ekki koma til ykkar aftur,“ skrifar annar. „Ef vínyl hættir að vera all Vegan mun ég ekki fara þangað aftur. Siðferðisrof sem ég er ekki tilbúin að kyngja,“ segir ósáttur grænkeri áður en annar bættir við: „Kem ekki aftur til ykkar. Ógeð!!!“ Ástríðufullir grænkerar Þá blandar einn kokka Vínyls sér í umræðurnar og segir að frá og með breytingunum í apríl muni hann róa á önnur mið. Hann hafi í hyggju að ráðast í eigin veganverkefni, fyrst að Vínyl hefur boðið dýraafurðir velkomnar. Þá setja margir, sem tjá sig við færslu Sonju, út á tónlistina á staðnum. Hún sé spiluð á alltof háum styrk þannig að erfitt sé að halda upp samræðum. Réttast væri að lækka tónlistina áður en hróflað verður við matseðlinum. Sonja segir að þessi viðbrögð hafi ekki komið sér mikið á óvart, grænkerar séu ástríðufullir. Þeir munu þó áfram geta fengið veganrétti eftir breytingarnar á Vínyl. Að sama skapi verði áfram spiluð tónlist á staðnum. Sem fyrr segir mun Vínyl loka 1. mars en opna aftur í bistrostíl í apríl. Neytendur Vegan Veitingastaðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Kaffihúsið Vínyl á Hverfisgötu, sem um árabil var eini veitingastaðurinn í Reykjavík sem var alfarið vegan, hefur boðað stefnubreytingu með vorinu. Til stendur að loka kaffihúsinu 1. mars næstkomandi og opna nýjan, endurbættan bistro-veitingastað undir merkjum Vínyls í apríl. Meðfram breytingunum verður jafnframt reiddur fram nýr matseðill, en á honum verða veitingar sem meðal annars eru unnar úr dýrafurðum. Staðurinn hættir því að vera alfarið vegan - ákvörðun sem íslenskir grænkerar eru ósáttir við. Vínyl hóf rekstur veturinn 2015 og segir Sonja Magnúsdóttir, einn eigenda kaffihússins, að í upphafi árs 2016 hafi verið tekin ákvörðun um að Vínyl yrði alfarið vegan. Það hafi skapað kaffihúsinu töluverða sérstöðu á sínum tíma, enginn annar veitingastaður í Reykjavík sneiddi alfarið fram hjá dýraafurðum. Ekki leið því á löngu áður en farið var að lýsa staðnum sem „Griðastað grænkera“ í fjölmiðlum. Allar götur síðan hefur Vínyl notið mikilla vinsælda og hlotið góða dóma viðskiptavina, eins og ummæli þeirra á TripAdvisor og Facebook bera með sér.Sérstaðan minnkað Nú hafa eigendur staðarins hins vegar ákveðið að breyta til. Þrátt fyrir að ekki sé búið að fullklára nýja matseðilinn segir Sonja að á honum verði að finna dýraafurðir. Ástæðan sé fullkomlega viðskiptalegs eðlis. Sonja útskýrir að frá opnun Vínyls hafi sérstaða hans sem vegan-veitingastaður minnkað með hverju árinu. Með fjölgun grænkera hafi fleiri veitingastaðir svarað kalli þeirra og farið að bjóða upp á dýraafurðalausa rétti. Jafnvel veitingastaðir sem hafa gert út á kjötát séu farnir að reiða fram veganborgara eða hnetusteikur. Aðstandendur Vínyls hafa ekki farið varhluta af þessari þróun að sögn Sonju. Viðskiptin hafi dalað að undanförnu og það er ekki eins og þetta hafi verið „gróðabransi“ fyrir, eins og Sonja kemst að orði. Það megi þó ekki aðeins rekja til aukins framboðs annarrra veitingastaða á veganmat. Matvöruverslanir hafi jafnframt stóraukið úrval sitt á síðustu árum og þannig gert grænkerum auðveldara að elda heima.Það var þéttsetið á Vínyl við Hverfisgötu þegar blaðamann bar að garði.Vísir/vilhelm „Kem ekki aftur til ykkar. Ógeð!!!“ Sérstaða Vínyls sé því lítil þessa dagana og því verði eigendurnir að höfða til fleiri neytenda. Sonja segir jafnframt dæmi þess að viðskiptavinir setjist niður en standi strax upp aftur þegar þeir hafa séð að matseðill Vínyls var alfarið vegan. Það þurfi jafnframt að ná til þeirra, Vínyl verði að geta tekið á móti öllum. Sonja greindi sjálf frá stefnubreytingu Vínyls í fjölmennum hópi íslenskra grænkera á Facebook, Vegan Ísland. Á meðan ýmsir grænkerar þökkuðu Vínyl fyrir frumkvöðlastarf sitt er ekki að sjá að ákvörðunin hafi mætt miklum skilningi meðal grænkera. Vínyl og Sonju var úthúðað. „Sorglegt að skipta út sál og karakter fyrir sálarleysi og kvalir,“ skrifar einn grænkeri við færslu Sonju. „Ég held í alvöru talað að þið hefðuð getað tekið betri viðskiptaákvörðun um að bjarga rekstrinum en að leggjast svona lágt og selja sál ykkar fyrir lítið. Ég er fastakúnni sem mun ekki koma til ykkar aftur,“ skrifar annar. „Ef vínyl hættir að vera all Vegan mun ég ekki fara þangað aftur. Siðferðisrof sem ég er ekki tilbúin að kyngja,“ segir ósáttur grænkeri áður en annar bættir við: „Kem ekki aftur til ykkar. Ógeð!!!“ Ástríðufullir grænkerar Þá blandar einn kokka Vínyls sér í umræðurnar og segir að frá og með breytingunum í apríl muni hann róa á önnur mið. Hann hafi í hyggju að ráðast í eigin veganverkefni, fyrst að Vínyl hefur boðið dýraafurðir velkomnar. Þá setja margir, sem tjá sig við færslu Sonju, út á tónlistina á staðnum. Hún sé spiluð á alltof háum styrk þannig að erfitt sé að halda upp samræðum. Réttast væri að lækka tónlistina áður en hróflað verður við matseðlinum. Sonja segir að þessi viðbrögð hafi ekki komið sér mikið á óvart, grænkerar séu ástríðufullir. Þeir munu þó áfram geta fengið veganrétti eftir breytingarnar á Vínyl. Að sama skapi verði áfram spiluð tónlist á staðnum. Sem fyrr segir mun Vínyl loka 1. mars en opna aftur í bistrostíl í apríl.
Neytendur Vegan Veitingastaðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira