„Fáránleg tímasetning“ á launahækkun bankastjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 13:07 Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Vísir/GVA Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Á sama tíma haldi hagræðingar áfram í bönkunum sem bitni einkum á eldri konum með langan starfsaldur. Stjórnendur bankanna ættu að sýna meiri samfélaglega ábyrgð. Formenn ýmissa stéttarfélaga, framkvæmdastjóri SA og þingmenn og ráðherrar hafa gagnrýnt harðlega launahækkun bankastjóra Landsbankans en frá árinu 2017 hafa þau hækkað um 82 prósent og eru mánaðarlaunin í dag þrjár komma átta milljónir króna. Bankastjóri Íslandsbanka er með fjórar komma tvær milljónir króna og bankastjóri Arion banka sem er skráður í Kauphöll Íslands eru sex komma tvær milljónir króna. Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launum æðstu stjórnenda í ríkisfyrirtækjum líkt og dæmin sanni nú um Landsbankann. „Flestir eru fyrst og fremst hissa yfir því að mönnum skuli detta í hug að hækka laun bankastjóra á þessum tíma þegar kjarasamningar eru á erfiðum stað og ekkert gengur. Flestir bjuggust við einhverri jöfnun milli launa bankastjóra ríkisbankanna en mönnum finnst vel í lagt og fáránleg tímasetning,“ segir Friðbert. Launahækkanir á sama tíma og hagræðingaraðgerðir hafi staðið yfir Friðbert segir að frá hruni bankanna árið 2008 hafi um 2.500 bankastarfsmönnum verið sagt upp störfum og mannafli í bönkunum dregist saman um 40 prósent. Þetta sé vegna hagræðingaraðgerða, lokanna á útibúum og breytinga á störfum. Á síðustu árum hafi uppsagnir einkum bitnað á eldri konum sem gert hafi bankastarfið að ævistarfi. „Það fer mjög illa í þá sem vinna þessi störf sem hafa lent í uppsögnum undanfarin ár að verið sé að hækka launin með þessum hætti. Uppsagnirnar bitna fyrst og fremst á konum á aldrinum 55 með kannski 30 ára starfsaldur sem hafa starfað í útibúum bankanna sem nú hefur verið lokað. Þetta eru konur á aldrinum 55 ára og eldri með kannski 30 ára starfsaldur hafa gert bankastörf að ævistörfum sínum. Hjá sumum er jafnvel örsutt í að komast á eftirlaun,“ segir Friðbert. Hann telur að stjórnendur bankanna ættu að haga þessum málum með öðrum hætti. „Það er alveg ljóst að það ætti að tempra sig í efri lögunum bankanna og hafa fólkið ívið lengur í vinnu og koma vel fram við það, þetta er svona þessi samfélagslega ábyrgð líka,“ segir Friðbert. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. 12. febrúar 2019 15:08 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Á sama tíma haldi hagræðingar áfram í bönkunum sem bitni einkum á eldri konum með langan starfsaldur. Stjórnendur bankanna ættu að sýna meiri samfélaglega ábyrgð. Formenn ýmissa stéttarfélaga, framkvæmdastjóri SA og þingmenn og ráðherrar hafa gagnrýnt harðlega launahækkun bankastjóra Landsbankans en frá árinu 2017 hafa þau hækkað um 82 prósent og eru mánaðarlaunin í dag þrjár komma átta milljónir króna. Bankastjóri Íslandsbanka er með fjórar komma tvær milljónir króna og bankastjóri Arion banka sem er skráður í Kauphöll Íslands eru sex komma tvær milljónir króna. Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launum æðstu stjórnenda í ríkisfyrirtækjum líkt og dæmin sanni nú um Landsbankann. „Flestir eru fyrst og fremst hissa yfir því að mönnum skuli detta í hug að hækka laun bankastjóra á þessum tíma þegar kjarasamningar eru á erfiðum stað og ekkert gengur. Flestir bjuggust við einhverri jöfnun milli launa bankastjóra ríkisbankanna en mönnum finnst vel í lagt og fáránleg tímasetning,“ segir Friðbert. Launahækkanir á sama tíma og hagræðingaraðgerðir hafi staðið yfir Friðbert segir að frá hruni bankanna árið 2008 hafi um 2.500 bankastarfsmönnum verið sagt upp störfum og mannafli í bönkunum dregist saman um 40 prósent. Þetta sé vegna hagræðingaraðgerða, lokanna á útibúum og breytinga á störfum. Á síðustu árum hafi uppsagnir einkum bitnað á eldri konum sem gert hafi bankastarfið að ævistarfi. „Það fer mjög illa í þá sem vinna þessi störf sem hafa lent í uppsögnum undanfarin ár að verið sé að hækka launin með þessum hætti. Uppsagnirnar bitna fyrst og fremst á konum á aldrinum 55 með kannski 30 ára starfsaldur sem hafa starfað í útibúum bankanna sem nú hefur verið lokað. Þetta eru konur á aldrinum 55 ára og eldri með kannski 30 ára starfsaldur hafa gert bankastörf að ævistörfum sínum. Hjá sumum er jafnvel örsutt í að komast á eftirlaun,“ segir Friðbert. Hann telur að stjórnendur bankanna ættu að haga þessum málum með öðrum hætti. „Það er alveg ljóst að það ætti að tempra sig í efri lögunum bankanna og hafa fólkið ívið lengur í vinnu og koma vel fram við það, þetta er svona þessi samfélagslega ábyrgð líka,“ segir Friðbert.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. 12. febrúar 2019 15:08 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15
Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. 12. febrúar 2019 15:08
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum