Engin ein ákveðin einkenni hjá þeim sem stunda mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 12:29 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá Lögreglunni á Suðurnesjum segir mikið um mansal hér á landi. Fréttablaðið/Ernir Mansal er mikið hér á landi að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki. Hún segir birtingamyndir mansals margvíslegar og því geti verið erfitt að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. „Það er mikið um mansal hér á landi og um misnotkun á vinnuafli og fólki í krafti valds. Það er fullt af fólki sem kemur hingað í leit að betra lífi og er í viðkæmri stöðu þegar kemur að mansali,“ segir Alda. Alda segir marga stunda mansal og mikilvægt að eyða staðaímyndum þegar kemur að því. „Það eru engin ein ákveðin einkenni á þeim sem stunda mansal. Þetta er alls konar fólk, úr öllum geirum,“ segir Alda. Hún segir hins vegar oft meiri hættu á mansali í störfum þar sem skortur er á vinnuafli. „Það er til að mynda í þjónustugeiranum, byggingargeiranum, við þrif og í öðrum láglaunastörfum. Þarna eru áhættuhóparnir,“ segir hún. Einkenni mansal eru af ýmsum toga og útvíkka þurfi viðmið um það hér á landi. „Samkvæmt evrópskum stöðlum og skilgreiningum þá er mansal skilgreint í skipulagðri brotastarfsemi, betli, nauðungarvinnu og svo framvegis. Við þurfum að breyta og bæta viðmið hér á landi til samræmis við þetta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Mansal er mikið hér á landi að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki. Hún segir birtingamyndir mansals margvíslegar og því geti verið erfitt að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. „Það er mikið um mansal hér á landi og um misnotkun á vinnuafli og fólki í krafti valds. Það er fullt af fólki sem kemur hingað í leit að betra lífi og er í viðkæmri stöðu þegar kemur að mansali,“ segir Alda. Alda segir marga stunda mansal og mikilvægt að eyða staðaímyndum þegar kemur að því. „Það eru engin ein ákveðin einkenni á þeim sem stunda mansal. Þetta er alls konar fólk, úr öllum geirum,“ segir Alda. Hún segir hins vegar oft meiri hættu á mansali í störfum þar sem skortur er á vinnuafli. „Það er til að mynda í þjónustugeiranum, byggingargeiranum, við þrif og í öðrum láglaunastörfum. Þarna eru áhættuhóparnir,“ segir hún. Einkenni mansal eru af ýmsum toga og útvíkka þurfi viðmið um það hér á landi. „Samkvæmt evrópskum stöðlum og skilgreiningum þá er mansal skilgreint í skipulagðri brotastarfsemi, betli, nauðungarvinnu og svo framvegis. Við þurfum að breyta og bæta viðmið hér á landi til samræmis við þetta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir.
Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira