Kosningar líklegar eftir að fjárlagafrumvarp spænsku ríkisstjórnarinnar var fellt Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 12:19 Sánchez og Dolores Delgado, dómsmálaráðherra, í þungum þönkum í neðri deild þingsins þar sem fjárlagafrumvarpinu var hafnað í morgun. Vísir/EPA Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári.
Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59
Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30
Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16