Ný ítölsk súperstjarna fædd í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 09:30 Nicolo Zaniolo fagnar öðru marka sinna í gærkvöldi. Getty/Chris Brunskill Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira