Ný ítölsk súperstjarna fædd í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 09:30 Nicolo Zaniolo fagnar öðru marka sinna í gærkvöldi. Getty/Chris Brunskill Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira