Ný ítölsk súperstjarna fædd í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 09:30 Nicolo Zaniolo fagnar öðru marka sinna í gærkvöldi. Getty/Chris Brunskill Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira