Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:52 Bryndís Shcram og Jón Baldvin Hannibalsson. Fréttablaðið/Anton Brink Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram gefa Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra eina viku til að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Verði útvarpsstjóri ekki við þeirri beiðni hyggjast Jón Baldvin og Bryndís stefna honum, auk dagskrárgerðarmannanna Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan. Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Munnhöggvast í Morgunblaðinu Í greininni saka hjónin Sigmar og Helga um tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og ærumeiðingar, fyrst í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í janúar og aftur í grein sem Sigmar og Helgi rituðu í Morgunblaðinu 8. febrúar. Viðtalið á Rás 2 tóku þeir við Aldísi Schram, dóttur Jóns Baldvins og Bryndísar. Þar sakaði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 23 konur hafa að auki birt nafnlausar frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á bloggsíðu. Heilsíðugrein Jóns Baldvins og Bryndísar í Morgunblaðinu.Skjáskot/Morgunblaðið Jón Baldvin gagnrýndi svo vinnubrögð Sigmars og Helga harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 7. febrúar og sagði það „háalvarlegt mál“ að fjölmiðill á borð við Ríkisútvarpið bæri á borð „falsfréttir“ af þessu tagi fyrir hlustendur sína. Þessu svöruðu svo Sigmar og Helgi í aðsendri grein í Morgunblaðinu daginn eftir, 8. febrúar. Þeir sögðu viðtalið hafa átt fullt erindi við almenning og héldu því auk þess fram að sumt í grein Jóns Baldvins væri bæði rangt og ósmekklegt. Fjórtán dæmi um „falsfréttir“ Í grein sinni spyrja Jón Baldvin og Bryndís hvort vinnubrögð Sigmars og Helga standist siðareglur blaðamanna og ritstjórnarstefnu RÚV. „Fréttamennirnir fullyrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælenda sinna …“ Sé það rétt, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúður, gróusögur, persónuníð eða aðra illmælgi – í útvarpi allra landsmanna? Og fá níðið niðurgreitt hjá skattgreiðendum. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarpsstjóri, sammála þessari starfslýsingu handa fréttamönnum Ríkisútvarpsins?“ Þá telja Jón Baldvin og Bryndís upp fjórtán dæmi um „falsfréttir“ sem þau segja Sigmar og Helga hafa borið á borð fyrir hlustendur sína í viðtalinu við Aldísi. Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson. Krefjast afsökunarbeiðni Að lokum skora þau á útvarpsstjóra að draga til baka „allar þessar tilhæfulausu ásakanir, röngu fullyrðingar og meiðyrði starfsmanna yðar“. Einnig fara þau fram á að Sigmar og Helgi hljóti „alvarlega áminningu“ og jafnframt að áheyrendur Ríkisútvarpsins verði beðnir afsökunar. Jón Baldvin og Bryndís gefa útvarpsstjóra sjö daga frest til að bregðast við erindi sínu. Verði hann hins vegar ekki við áskoruninni hyggjast þau stefna honum fyrir rétt. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar, áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völdum RÚV.“ Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram gefa Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra eina viku til að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Verði útvarpsstjóri ekki við þeirri beiðni hyggjast Jón Baldvin og Bryndís stefna honum, auk dagskrárgerðarmannanna Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan. Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Munnhöggvast í Morgunblaðinu Í greininni saka hjónin Sigmar og Helga um tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og ærumeiðingar, fyrst í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í janúar og aftur í grein sem Sigmar og Helgi rituðu í Morgunblaðinu 8. febrúar. Viðtalið á Rás 2 tóku þeir við Aldísi Schram, dóttur Jóns Baldvins og Bryndísar. Þar sakaði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 23 konur hafa að auki birt nafnlausar frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á bloggsíðu. Heilsíðugrein Jóns Baldvins og Bryndísar í Morgunblaðinu.Skjáskot/Morgunblaðið Jón Baldvin gagnrýndi svo vinnubrögð Sigmars og Helga harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 7. febrúar og sagði það „háalvarlegt mál“ að fjölmiðill á borð við Ríkisútvarpið bæri á borð „falsfréttir“ af þessu tagi fyrir hlustendur sína. Þessu svöruðu svo Sigmar og Helgi í aðsendri grein í Morgunblaðinu daginn eftir, 8. febrúar. Þeir sögðu viðtalið hafa átt fullt erindi við almenning og héldu því auk þess fram að sumt í grein Jóns Baldvins væri bæði rangt og ósmekklegt. Fjórtán dæmi um „falsfréttir“ Í grein sinni spyrja Jón Baldvin og Bryndís hvort vinnubrögð Sigmars og Helga standist siðareglur blaðamanna og ritstjórnarstefnu RÚV. „Fréttamennirnir fullyrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælenda sinna …“ Sé það rétt, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúður, gróusögur, persónuníð eða aðra illmælgi – í útvarpi allra landsmanna? Og fá níðið niðurgreitt hjá skattgreiðendum. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarpsstjóri, sammála þessari starfslýsingu handa fréttamönnum Ríkisútvarpsins?“ Þá telja Jón Baldvin og Bryndís upp fjórtán dæmi um „falsfréttir“ sem þau segja Sigmar og Helga hafa borið á borð fyrir hlustendur sína í viðtalinu við Aldísi. Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson. Krefjast afsökunarbeiðni Að lokum skora þau á útvarpsstjóra að draga til baka „allar þessar tilhæfulausu ásakanir, röngu fullyrðingar og meiðyrði starfsmanna yðar“. Einnig fara þau fram á að Sigmar og Helgi hljóti „alvarlega áminningu“ og jafnframt að áheyrendur Ríkisútvarpsins verði beðnir afsökunar. Jón Baldvin og Bryndís gefa útvarpsstjóra sjö daga frest til að bregðast við erindi sínu. Verði hann hins vegar ekki við áskoruninni hyggjast þau stefna honum fyrir rétt. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar, áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völdum RÚV.“
Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17