Hótelkeðja Icelandair hefur kært ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar um samþykkt á deiliskipulagi sem felur í sér uppbyggingu hótels í næsta nágrenni hótels Icelandair.
Kæran er gefin út af Flugleiðahótelum sem reka Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2 sem stendur á næstu lóð við Hallarmúla 2 þar sem uppbyggingin er áformuð. Reykjavíkurborg samdi við HM2 ehf. um uppbyggingu fimm hæða hótels í Hallarmúla þar sem Tölvutek hefur rekið verslun. Áformað er að það verði opnað snemma á næsta áratug.
Segir Icelandair að á Hallarmúla 2 hvíli sú kvöð að húsnæðið verði ekki tekið til annarra nota en almennrar verslunar og verslunar með bifreiðar. Þá eru einnig færð rök fyrir því að breyting deiliskipulagsins hafi neikvæð grenndaráhrif. Fjárfestarnir að baki HM2 eru Stefán Már Stefánsson, Ellert Aðalsteinsson og Elmar Freyr Jensen sem sömdu við Keahótel um rekstur hótelsins.
Icelandair kærir uppbyggingu hótels
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur
Viðskipti innlent

Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum
Viðskipti innlent

Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart
Viðskipti innlent

Nýir eigendur endurreisa Snúruna
Viðskipti innlent

Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna
Viðskipti innlent


Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna
Viðskipti innlent

Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa
Viðskipti innlent

Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum
Viðskipti innlent

Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima
Viðskipti innlent