Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 16:40 Trump notaði lokun alríkisstofnana til að reyna að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrs en án árangurs. Spurning er nú hvort hann vilji leggja í aðra atrennu óvinsælla lokana til að ná helsta kosningaloforði sínu. Vísir/EPA Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi enn ekki gert upp hug sinn til samkomulags sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð til að koma í veg fyrir að alríkisstofnunum verði lokað aftur eftir föstudaginn. Samkomulagið felur ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump lokaði stofnunum til að knýja á um. Fjárheimildir hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna renna út eftir föstudaginn 15. febrúar. Um fjórðungi ríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn útgjaldafrumvörpum sem þingið hafði náð saman vegna kröfu hans um 5,7 milljarða dollara til framkvæmda við múr á landamærunum að Mexíkó. Samkomulagið sem flokkarnir náðu í gærkvöldi felur í sér um 1,4 milljarða framlag til nýrra girðinga og hindrana á landamærunum, fjarri þeirri upphæð sem Trump vill í múrinn. Það myndi hins vegar fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem endar 30. september.Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Trump hafi enn ekki ákveðið hvort að hann leggi blessun sína yfir samkomulagið. Mánaðarlöngu lokuninni lauk í síðasta mánuði þegar Trump lét undan og samþykkti bráðabirgðafrumvarp um fjármögnunum stofnananna til 15. febrúar. Skoðanakannanir hafa bent til þess að almenningur kenni forsetanum helst um lokunina í síðasta mánuði. Margir repúblikanar eru sagðir ólmir að forðast það að til annarrar lokunar komi vegna kröfu forsetans um landamæramúr. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi enn ekki gert upp hug sinn til samkomulags sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð til að koma í veg fyrir að alríkisstofnunum verði lokað aftur eftir föstudaginn. Samkomulagið felur ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump lokaði stofnunum til að knýja á um. Fjárheimildir hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna renna út eftir föstudaginn 15. febrúar. Um fjórðungi ríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn útgjaldafrumvörpum sem þingið hafði náð saman vegna kröfu hans um 5,7 milljarða dollara til framkvæmda við múr á landamærunum að Mexíkó. Samkomulagið sem flokkarnir náðu í gærkvöldi felur í sér um 1,4 milljarða framlag til nýrra girðinga og hindrana á landamærunum, fjarri þeirri upphæð sem Trump vill í múrinn. Það myndi hins vegar fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem endar 30. september.Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Trump hafi enn ekki ákveðið hvort að hann leggi blessun sína yfir samkomulagið. Mánaðarlöngu lokuninni lauk í síðasta mánuði þegar Trump lét undan og samþykkti bráðabirgðafrumvarp um fjármögnunum stofnananna til 15. febrúar. Skoðanakannanir hafa bent til þess að almenningur kenni forsetanum helst um lokunina í síðasta mánuði. Margir repúblikanar eru sagðir ólmir að forðast það að til annarrar lokunar komi vegna kröfu forsetans um landamæramúr.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36