Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 06:15 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, aðspurður hvort hann hafi vitað af launahækkunum sem bankaráð Landsbankans ákvarðaði bankastjóra sínum. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. Jón Gunnar kveðst ekki heldur vilja tjá sig um hvort hann hafi mótmæltþessari ákvörðun eða hvort hann taki undir með bankaráði Landsbankans að hækkunin, upp á alls 82 prósent, teljist hófleg aðgerð til að gera launakjör bankastjórans samkeppnishæf við önnur fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið náði ekki í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs Landsbankans, í gær þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur heldur ekki orðið við beiðni um viðbrögð síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gagnrýndi launahækkunina sem óhóflega og tók um margt undir með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, sem var ómyrkur í máli varðandi hana í blaðinu í gær. Enginn tók þó dýpra í árinni en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem á Facebook-síðu sinni sagði „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis- fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, aðspurður hvort hann hafi vitað af launahækkunum sem bankaráð Landsbankans ákvarðaði bankastjóra sínum. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. Jón Gunnar kveðst ekki heldur vilja tjá sig um hvort hann hafi mótmæltþessari ákvörðun eða hvort hann taki undir með bankaráði Landsbankans að hækkunin, upp á alls 82 prósent, teljist hófleg aðgerð til að gera launakjör bankastjórans samkeppnishæf við önnur fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið náði ekki í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs Landsbankans, í gær þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur heldur ekki orðið við beiðni um viðbrögð síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gagnrýndi launahækkunina sem óhóflega og tók um margt undir með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, sem var ómyrkur í máli varðandi hana í blaðinu í gær. Enginn tók þó dýpra í árinni en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem á Facebook-síðu sinni sagði „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis- fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira