Einkennin geta verið lúmsk Starri Freyr Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 09:30 Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk, segir Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg. FBL/Eyþór Í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um höfuðhögg og heilahristing í íþróttum. Þar hélt Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg, fyrirlestur um einkenni og endurkomu íþróttafólks. Hún segir afar mikilvægt að bregðast rétt við höfuðhöggum í íþróttaleikjum. Ef minnsti grunur vaknar um að leikmaður hafi hlotið heilahristing eigi að taka hann strax út af í stað þess að leyfa honum að klára leikinn. „Það er nefnilega mjög mikilvægt að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar. Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig.“ Um leið sé mikilvægt að hvíla sig fyrstu dagana eftir heilahristing og auka álag smám saman, fyrst tengt vinnu eða skóla og svo líkamlegt álag. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur.“Algengur misskilningur Hún segir algengan misskilning að fólk fái bara heilahristing eftir högg á höfuðið. „Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk. Heilahristingur getur því orðið við iðkun ýmissa íþrótta en einnig slys á borð við umferðarslys.“ Einkenni heilahristings geta komið fram strax eftir áverka en þau geta líka komið fram næstu klukkutíma og dagana á eftir að sögn Láru. „Það missa ekki allir meðvitund og einkennin geta verið lúmsk svo fólk gerir sér ekki stundum grein fyrir því strax að um heilahristing sé að ræða. Einkenni geta verið mismunandi en algengt er að fólk finni fyrir höfuðverk, svima, þreytu, ljós- og hljóðfælni eða truflun á minni eða einbeitingu.“Aukin umfjöllun Út frá bandarískum tölum má ætla að árlega verði á bilinu 1.600-3.800 tilfelli heilahristings við íþrótta- og tómstundaiðkun hér á landi segir Lára. „Líklega eru þessar tölur þó enn hærri því það leita alls ekki allir til læknis sem fá heilahristing. Hingað til hafa íþróttagreinar á borð við hnefaleika, blandaðar bardagalistir og amerískan fótbolta verið áberandi í umfjöllun um heilahristing en hann verður líka við aðra íþróttaiðkun. Á Grensásdeild Landspítala höfum við t.d. sinnt íþróttafólki sem stundar handbolta, fótbolta, körfubolta og fimleika svo dæmi séu tekin.“ Hún segir erfitt að segja til um hvort umfang þessara áverka hafi aukist undanfarin ár en í kjölfar aukinnar umfjöllunar um heilahristing hefur fleira íþróttafólk stigið fram og sagt frá reynslu sinni. „Því miður hafa viðbrögð ekki alltaf verið rétt og fjölmörg dæmi um að leikmenn hafi haldið áfram að spila eftir heilahristing, jafnvel fengið annað högg og verið lengi að jafna sig eða þurft að hætta íþróttaiðkun. Mikil umræða hefur verið undanfarið um rétt viðbrögð, m.a. vegna þess að íþróttafólk hefur stigið fram í fjölmiðlum og sagt frá reynslu sinni. Sú umræða verður vonandi til þess að þjálfarar, íþróttafólk og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir íþróttafólki kynni sér rétt viðbrögð við heilahristingi.“Meiri meðvitund Fyrirlesturinn í síðustu viku var vel sóttur og hefur vonandi þau áhrif að auka enn frekar meðvitund þjálfara og forsvarsmanna íþróttafélaga á alvarlegum áhrifum heilahristings. „Fyrirlesturinn var haldinn í samvinnu við KSÍ með Reyni Björnsson heimilislækni í fararbroddi en hann hefur unnið brautryðjandastarf við að vekja athygli á heilahristingi í íþróttum, m.a. með ýmsum fræðslumyndböndum. Auk þess hefur hann sett saman ítarlegan fræðslubækling sem er aðgengilegur á heimasíðu KSÍ og allir í íþróttahreyfingunni ættu að kynna sér.“ Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um höfuðhögg og heilahristing í íþróttum. Þar hélt Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg, fyrirlestur um einkenni og endurkomu íþróttafólks. Hún segir afar mikilvægt að bregðast rétt við höfuðhöggum í íþróttaleikjum. Ef minnsti grunur vaknar um að leikmaður hafi hlotið heilahristing eigi að taka hann strax út af í stað þess að leyfa honum að klára leikinn. „Það er nefnilega mjög mikilvægt að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar. Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig.“ Um leið sé mikilvægt að hvíla sig fyrstu dagana eftir heilahristing og auka álag smám saman, fyrst tengt vinnu eða skóla og svo líkamlegt álag. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur.“Algengur misskilningur Hún segir algengan misskilning að fólk fái bara heilahristing eftir högg á höfuðið. „Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk. Heilahristingur getur því orðið við iðkun ýmissa íþrótta en einnig slys á borð við umferðarslys.“ Einkenni heilahristings geta komið fram strax eftir áverka en þau geta líka komið fram næstu klukkutíma og dagana á eftir að sögn Láru. „Það missa ekki allir meðvitund og einkennin geta verið lúmsk svo fólk gerir sér ekki stundum grein fyrir því strax að um heilahristing sé að ræða. Einkenni geta verið mismunandi en algengt er að fólk finni fyrir höfuðverk, svima, þreytu, ljós- og hljóðfælni eða truflun á minni eða einbeitingu.“Aukin umfjöllun Út frá bandarískum tölum má ætla að árlega verði á bilinu 1.600-3.800 tilfelli heilahristings við íþrótta- og tómstundaiðkun hér á landi segir Lára. „Líklega eru þessar tölur þó enn hærri því það leita alls ekki allir til læknis sem fá heilahristing. Hingað til hafa íþróttagreinar á borð við hnefaleika, blandaðar bardagalistir og amerískan fótbolta verið áberandi í umfjöllun um heilahristing en hann verður líka við aðra íþróttaiðkun. Á Grensásdeild Landspítala höfum við t.d. sinnt íþróttafólki sem stundar handbolta, fótbolta, körfubolta og fimleika svo dæmi séu tekin.“ Hún segir erfitt að segja til um hvort umfang þessara áverka hafi aukist undanfarin ár en í kjölfar aukinnar umfjöllunar um heilahristing hefur fleira íþróttafólk stigið fram og sagt frá reynslu sinni. „Því miður hafa viðbrögð ekki alltaf verið rétt og fjölmörg dæmi um að leikmenn hafi haldið áfram að spila eftir heilahristing, jafnvel fengið annað högg og verið lengi að jafna sig eða þurft að hætta íþróttaiðkun. Mikil umræða hefur verið undanfarið um rétt viðbrögð, m.a. vegna þess að íþróttafólk hefur stigið fram í fjölmiðlum og sagt frá reynslu sinni. Sú umræða verður vonandi til þess að þjálfarar, íþróttafólk og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir íþróttafólki kynni sér rétt viðbrögð við heilahristingi.“Meiri meðvitund Fyrirlesturinn í síðustu viku var vel sóttur og hefur vonandi þau áhrif að auka enn frekar meðvitund þjálfara og forsvarsmanna íþróttafélaga á alvarlegum áhrifum heilahristings. „Fyrirlesturinn var haldinn í samvinnu við KSÍ með Reyni Björnsson heimilislækni í fararbroddi en hann hefur unnið brautryðjandastarf við að vekja athygli á heilahristingi í íþróttum, m.a. með ýmsum fræðslumyndböndum. Auk þess hefur hann sett saman ítarlegan fræðslubækling sem er aðgengilegur á heimasíðu KSÍ og allir í íþróttahreyfingunni ættu að kynna sér.“
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira