Stefán Atli Rúnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Öryggismiðstöðina þar sem hann mun gegna starfi sérfræðings á markaðssviði.
Í tilkynningu segir að Stefán Atli sé einn af stofnendum markaðs- og framleiðslufyrirtækisins KALT sem sérhæfi sig í gerð myndefnis fyrir samfélagsmiðla og framleiðslu á myndefni í samstarfi við áhrifavalda.
„Hann er einnig partur af afþreyingarmiðlinum ICE COLD sem sendir m.a. frá sér efni á borð við beinar útsendingar á tölvuleiknum Fortnite,“ segir í tilkynningunni.
