Dæmdir fyrir líkamsárás á Akureyri: Hótuðu að henda Molotov-kokteil inn til dóttur brotaþola Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 22:15 Ari Rúnarsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins. Skjáskot/Interpol Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira