Dæmdir fyrir líkamsárás á Akureyri: Hótuðu að henda Molotov-kokteil inn til dóttur brotaþola Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 22:15 Ari Rúnarsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins. Skjáskot/Interpol Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira