Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 22:51 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Vísir/vilhelm Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Wow air. Í henni segir að forsvarsmenn Wow air og Indigo muni halda viðræðum áfram í góðri trú um að hægt sé að ganga endanlega frá samkomulagi. Í desember á síðasta ári var tilkynnt að fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Uppfylla þyrfti þó ýmis skilyrði áður en að hægt væri að ganga frá fjárfestingunni. Forsvarsmenn Wow air hafa síðan þá unnið að því að uppfylla þau skilyrði en meðal þess var að ná samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Slíkt samkomulag náðist í janúar.Þurftu skuldabréfaeigendur meðal annars að fallast á það að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. Í því samkomulagi var hins vegar sett það skilyrði að klára þyrfti samninginn við Indigo fyrir 28. febrúar, í dag, ella falli samkomulag við skuldabréfaeigendur niður. Var því búist við að Wow air myndi senda frá sér tilkynningu í dag í ljósi þess að fresturinn rennur út á miðnætti. Í tilkynningu Wow air segir að ný skilmálabreyting verði lögð fyrir skuldabréfaeigendurna á næstu dögum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00 Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03 Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Wow air. Í henni segir að forsvarsmenn Wow air og Indigo muni halda viðræðum áfram í góðri trú um að hægt sé að ganga endanlega frá samkomulagi. Í desember á síðasta ári var tilkynnt að fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Uppfylla þyrfti þó ýmis skilyrði áður en að hægt væri að ganga frá fjárfestingunni. Forsvarsmenn Wow air hafa síðan þá unnið að því að uppfylla þau skilyrði en meðal þess var að ná samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Slíkt samkomulag náðist í janúar.Þurftu skuldabréfaeigendur meðal annars að fallast á það að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. Í því samkomulagi var hins vegar sett það skilyrði að klára þyrfti samninginn við Indigo fyrir 28. febrúar, í dag, ella falli samkomulag við skuldabréfaeigendur niður. Var því búist við að Wow air myndi senda frá sér tilkynningu í dag í ljósi þess að fresturinn rennur út á miðnætti. Í tilkynningu Wow air segir að ný skilmálabreyting verði lögð fyrir skuldabréfaeigendurna á næstu dögum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00 Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03 Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00
Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03
Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21