Fyrsta markið skoraði hægri bakvörðurinn Kevin Mensah á 29. mínútu en hann er að snúa til baka eftir níu mánaða meiðsli. Staðan 1-0 í hálfleik.
Tíu mínútum fyrir leikslok virtist sem Vendsyssel hafði jafnað leikinn en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Það fór eðlilega illa í heimamenn.
Videre avancement!!
— Brøndby IF (@BrondbyIF) February 28, 2019
Vi vinder 2-0 over Vendsyssel FF, og er derfor videre til semifinalen i Sydbank Pokalen #brøndbypic.twitter.com/g4xKc95G3X
Annað markið kom svo í uppbótartíma er Kamil Wilczek skoraði auðvelt mark eftir hörmuleg mistök í vörn Vendsyssel og Brøndby komið í undanúrslitin.
Brøndby er komið í undanúrslitin ásamt OB en í byrjun mars skýrist hvaða lið fylgja þeim í undanúrslitunum.
Hjörtur spilaði allan leikinn í vörn Brøndby en Jón Dagur Þorsteinsson var tekinn af velli undir lokin í liði Vendsyssel eftir að hafa nælt sér í gult spjald fyrir kjaftbrúk.