Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 13:04 Fundi Trump og Kim var slitið fyrr en til stóð þar sem ekkert samkomulag náðist um afkjarnavopnun og afléttingu refsiaðgerða. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til varnar þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða bandarísks námsmann sem var beittur ofbeldi í haldi Norður-Kóreumanna. Sagði Trump trúa því að Kim hafi ekki vitað af meðferðinni á námsmanninum. Otto Warmbier lést skömmu eftir að var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu árið 2017. Hann var 22 ára gamall. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið pyntaður á hrottalegan hátt þegar hann sat í norður-kóresku fangelsi. Hann var í dái þegar hann kom til Bandaríkjanna en hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna. „Ég trúi ekki að hann hefði leyft því að gerast. Það var bara ekki honum til hagsbóta að leyfa því að gerast,“ sagði Trump þegar fréttamenn beindu spurningu um dauða Warmbier að Kim á leiðtogafundi þeirra í Hanoi í Víetnam. Fullyrti Trump að Kim liði illa vegna dauða Warmbier sem var handtekinn og sakaður um að vera bandarískur njósnari þegar hann var í skipulagðri ferð í Norður-Kóreu í desember árið 2015, að sögn Washington Post. „Hann segir mér að hann hafi ekki vitað af því og ég tek orð hans trúanleg,“ sagði Trump og benti á að margt fólk væri í fangelsum í Norður-Kóreu og að þau væri harðneskjulegir staðir þar sem slæmir hlutir ættu sér stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur komið erlendum alræðisherrum til varnar opinberlega. Á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra tók Trump neitanir Pútín um að hann hefði reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 trúanlegri en bandarískar leyniþjónustustofnanir. Á meðan bandaríska leyniþjónustan taldi svo að líkur væru á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefði skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi reyndi Trump ítrekað að gera lítið úr mögulegri ábyrgð ráðamanna í Ríad á dauða blaðamannsins. Í báðum þessum tilfellum vitnaði Trump til þess að erlendu leiðtogarnir hefðu neitað því að þeir bæru ábyrgð. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til varnar þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða bandarísks námsmann sem var beittur ofbeldi í haldi Norður-Kóreumanna. Sagði Trump trúa því að Kim hafi ekki vitað af meðferðinni á námsmanninum. Otto Warmbier lést skömmu eftir að var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu árið 2017. Hann var 22 ára gamall. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið pyntaður á hrottalegan hátt þegar hann sat í norður-kóresku fangelsi. Hann var í dái þegar hann kom til Bandaríkjanna en hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna. „Ég trúi ekki að hann hefði leyft því að gerast. Það var bara ekki honum til hagsbóta að leyfa því að gerast,“ sagði Trump þegar fréttamenn beindu spurningu um dauða Warmbier að Kim á leiðtogafundi þeirra í Hanoi í Víetnam. Fullyrti Trump að Kim liði illa vegna dauða Warmbier sem var handtekinn og sakaður um að vera bandarískur njósnari þegar hann var í skipulagðri ferð í Norður-Kóreu í desember árið 2015, að sögn Washington Post. „Hann segir mér að hann hafi ekki vitað af því og ég tek orð hans trúanleg,“ sagði Trump og benti á að margt fólk væri í fangelsum í Norður-Kóreu og að þau væri harðneskjulegir staðir þar sem slæmir hlutir ættu sér stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur komið erlendum alræðisherrum til varnar opinberlega. Á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra tók Trump neitanir Pútín um að hann hefði reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 trúanlegri en bandarískar leyniþjónustustofnanir. Á meðan bandaríska leyniþjónustan taldi svo að líkur væru á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefði skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi reyndi Trump ítrekað að gera lítið úr mögulegri ábyrgð ráðamanna í Ríad á dauða blaðamannsins. Í báðum þessum tilfellum vitnaði Trump til þess að erlendu leiðtogarnir hefðu neitað því að þeir bæru ábyrgð.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44