Nemendur og starfslið í berklapróf Ari Brynjólfsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Vísir/baldur Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla. Á morgun er áætlað að allir nemendur og starfslið skólans fari í berklapróf til að kanna hvort þeir hafi smitast. Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir. Árni Einarsson skólastjóri segir að þegar svona mál komi upp fari í gang ferli í samstarfi við sóttvarnalækni. „Allir starfsmenn eru með í þessu og sérstaða nemendanna er augljós,“ segir Árni. „Það er enginn ánægður með svona fréttir, en það er ekki talin mikil hætta á smiti í skólanum.“ Starfsmaðurinn sem um ræðir er nú í veikindaleyfi, upp komst um smitið í lok síðustu viku og voru skólastjórnendur látnir vita á þriðjudag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir allt gert samkvæmt bókinni. „Ég skil það vel að fólk vilji vita þetta strax og vilji drífa í þessu, en það er ekki verið að missa af neinu. Það er ekki verið að taka neina áhættu eða tefla neinu í tvísýnu.“ Þórólfur segir berkla aðeins smitandi á meðan einstaklingurinn sé veikur og þá í gegnum hósta og hnerra. Smit eru greind með húðprófum sem tekur nokkra daga að fá niðurstöður úr. Smitaðir einstaklingar eru meðhöndlaðir með þremur lyfjum í einu sem drepa bakteríuna. Sú meðferð tekur rúmlega hálft ár, viðkomandi smitar ekki á meðan. Tíðni berkla er mjög lág á Íslandi, rúmlega 10 manns greinast hér á landi á ári Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla Um tíu smitast af berklum á Íslandi á ári hverju. 27. febrúar 2019 16:46 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla. Á morgun er áætlað að allir nemendur og starfslið skólans fari í berklapróf til að kanna hvort þeir hafi smitast. Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir. Árni Einarsson skólastjóri segir að þegar svona mál komi upp fari í gang ferli í samstarfi við sóttvarnalækni. „Allir starfsmenn eru með í þessu og sérstaða nemendanna er augljós,“ segir Árni. „Það er enginn ánægður með svona fréttir, en það er ekki talin mikil hætta á smiti í skólanum.“ Starfsmaðurinn sem um ræðir er nú í veikindaleyfi, upp komst um smitið í lok síðustu viku og voru skólastjórnendur látnir vita á þriðjudag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir allt gert samkvæmt bókinni. „Ég skil það vel að fólk vilji vita þetta strax og vilji drífa í þessu, en það er ekki verið að missa af neinu. Það er ekki verið að taka neina áhættu eða tefla neinu í tvísýnu.“ Þórólfur segir berkla aðeins smitandi á meðan einstaklingurinn sé veikur og þá í gegnum hósta og hnerra. Smit eru greind með húðprófum sem tekur nokkra daga að fá niðurstöður úr. Smitaðir einstaklingar eru meðhöndlaðir með þremur lyfjum í einu sem drepa bakteríuna. Sú meðferð tekur rúmlega hálft ár, viðkomandi smitar ekki á meðan. Tíðni berkla er mjög lág á Íslandi, rúmlega 10 manns greinast hér á landi á ári
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla Um tíu smitast af berklum á Íslandi á ári hverju. 27. febrúar 2019 16:46 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla Um tíu smitast af berklum á Íslandi á ári hverju. 27. febrúar 2019 16:46