Kjóll ársins 2019 Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 08:15 Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju. Hvort sem það eru Ólympíuleikar, Óskar eða annað er sigurinn oftast sætur. Það er gaman að sjá fólk sigra salinn. Ég hef horft svo oft á listdans Torvill og Dean við Bolero að mér finnst ég eiga dálítið í Ólympíugullinu þeirra. Gullið sem þau unnu á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984 eins og hvert mannsbarn þekkir. Og eins og við munum líka voru þau hreint ekkert síðri í Lillehammer 1994. Þetta snýst um einhverja kemistríu. Kannski segir það sögu um bíómyndirnar að Óskarinn virðist snúast meira um sýninguna en sigrana. Daginn eftir Óskarinn fjallar uppgjörið um kjól ársins. Lærðar greinar birtast um sigra, ósigra og feilnótur í klæðavali. Þetta hefur heimsbyggðin stúderað og mér finnst ég geta lesið að Helen Mirren hafi unnið í ár sem og skartið hennar Lady Gaga. En stóra málið eftir Óskarinn er vitaskuld kemistrían á milli Lady Gaga og Bradley Cooper. Var söngurinn sannur eða eru þau heimsins bestu leikarar? Getur blik í auga logið? Ég hef, eins og aðrir, myndað mér ígrundaða skoðun á málinu. Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er sætt að fylgjast með sigri, hvort sem hann er lítill eða stór. Að aflokinni Óskarsumræðu um kjóla og kemistríu stígum við inn í annað tímabil söngvakeppni. Sem trúr stuðningsmaður Íslands kann ég núorðið ekki síður að meta undankeppnina en stóru keppnina. Þá erum við bæði með og vinnum. Íslenska lagið sigrar salinn og við vinnum öll lítinn sigur í lok kvölds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju. Hvort sem það eru Ólympíuleikar, Óskar eða annað er sigurinn oftast sætur. Það er gaman að sjá fólk sigra salinn. Ég hef horft svo oft á listdans Torvill og Dean við Bolero að mér finnst ég eiga dálítið í Ólympíugullinu þeirra. Gullið sem þau unnu á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984 eins og hvert mannsbarn þekkir. Og eins og við munum líka voru þau hreint ekkert síðri í Lillehammer 1994. Þetta snýst um einhverja kemistríu. Kannski segir það sögu um bíómyndirnar að Óskarinn virðist snúast meira um sýninguna en sigrana. Daginn eftir Óskarinn fjallar uppgjörið um kjól ársins. Lærðar greinar birtast um sigra, ósigra og feilnótur í klæðavali. Þetta hefur heimsbyggðin stúderað og mér finnst ég geta lesið að Helen Mirren hafi unnið í ár sem og skartið hennar Lady Gaga. En stóra málið eftir Óskarinn er vitaskuld kemistrían á milli Lady Gaga og Bradley Cooper. Var söngurinn sannur eða eru þau heimsins bestu leikarar? Getur blik í auga logið? Ég hef, eins og aðrir, myndað mér ígrundaða skoðun á málinu. Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er sætt að fylgjast með sigri, hvort sem hann er lítill eða stór. Að aflokinni Óskarsumræðu um kjóla og kemistríu stígum við inn í annað tímabil söngvakeppni. Sem trúr stuðningsmaður Íslands kann ég núorðið ekki síður að meta undankeppnina en stóru keppnina. Þá erum við bæði með og vinnum. Íslenska lagið sigrar salinn og við vinnum öll lítinn sigur í lok kvölds.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar