Eitrað umhverfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu. Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgarfulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá ástæðu til að kvarta undan þeim. Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgarfulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi. Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendiboðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra borgarfulltrúa. Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir, sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson, hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín. Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minnihlutans. Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borginni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfulltrúar séu að angra þá. Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlutans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagnrýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfsmönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni. Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórnmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu. Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgarfulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá ástæðu til að kvarta undan þeim. Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgarfulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi. Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendiboðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra borgarfulltrúa. Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir, sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson, hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín. Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minnihlutans. Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borginni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfulltrúar séu að angra þá. Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlutans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagnrýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfsmönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni. Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórnmálin.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar