Fundur Trump og Kim hafinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 12:00 Trump og Kim í Hanoi. AP/Evan Vucci Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam er hafinn. Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. Trump sagðist vonast til þess að þessi fundur þeirra myndi skila meiri árangri en fundur þeirra í Singapúr í fyrra. Forsetinn sagðist telja þann fund hafa gengið gífurlega vel og að þessu sinni myndi frábært samband þeirra ráða úrslitum. Áður hefur Trump haldið því fram að þeir hafi „orðið ástfangnir“ í Singapúr. Trump sagði einnig, eins og hann hefur gert áður, að Norður-Kórea gæti orðið efnahagslegt stórveldi og hann vildi hjálpa til við það. „Kim Jong Un og ég munum reyna að komast að samkomulagi varðandi afkjarnavopnun og svo reyna að gera Norður-Kóreu að efnahagslegu stórveldi,“ sagði Trump. Er um að ræða mikla breytingu frá því að Trump kallaði Kim meðal annars „stuttan og feitan“ og Kim sagði Trump vera geðveikan. Aðspurður hvort hann myndi lýsa yfir formlegum enda Kóreustríðsins, eins og yfirvöld Norður-Kóreu hafa óskað eftir, sagði Trump: „Við sjáum til.“North Korea has "tremendous" economic potential, says Donald Trump, who tells Kim Jong Un it's an "honor" to be with him https://t.co/3xhsJRD1eWpic.twitter.com/t5Rc7N6yyt — Bloomberg (@business) February 27, 2019 Formlegar viðræður Trump og Kim mun hefjast á morgun. Sérfræðingar segja einstaklega ólíklegt að Kim muni nokkurn tíma samþykkja að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Kim lítur á kjarnorkuvopn sem tryggingu gegn því að honum eða afkomendum hans verði velt úr sessi með valdi. Í aðdraganda fundarins hefur Trump og Hvíta húsið reynt að draga úr væntingum fyrir fundinn og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Trump eftir fund þeirra í Singapúr í fyrra, þar sem þeir skrifuðu undir óljóst samkomulag um afkjarnavopnun, hefur lítið sem ekkert gengið síðan þá. Samninganefndir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki einu sinni komist að samkomulagi um hvað afkjarnavopnun þýði í rauninni. Undanfarna daga hefur Trump sagt að hann yrði ánægður svo lengi sem Kim samþykki að láta af tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar.Other US officials at the dinner table include @SecPompeo and @MickMulvaneyOMB. Seated next to Pres Trump is US interpreter Dr. Yun-hyang Lee. pic.twitter.com/32Muauhp4q— Mark Knoller (@markknoller) February 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam er hafinn. Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. Trump sagðist vonast til þess að þessi fundur þeirra myndi skila meiri árangri en fundur þeirra í Singapúr í fyrra. Forsetinn sagðist telja þann fund hafa gengið gífurlega vel og að þessu sinni myndi frábært samband þeirra ráða úrslitum. Áður hefur Trump haldið því fram að þeir hafi „orðið ástfangnir“ í Singapúr. Trump sagði einnig, eins og hann hefur gert áður, að Norður-Kórea gæti orðið efnahagslegt stórveldi og hann vildi hjálpa til við það. „Kim Jong Un og ég munum reyna að komast að samkomulagi varðandi afkjarnavopnun og svo reyna að gera Norður-Kóreu að efnahagslegu stórveldi,“ sagði Trump. Er um að ræða mikla breytingu frá því að Trump kallaði Kim meðal annars „stuttan og feitan“ og Kim sagði Trump vera geðveikan. Aðspurður hvort hann myndi lýsa yfir formlegum enda Kóreustríðsins, eins og yfirvöld Norður-Kóreu hafa óskað eftir, sagði Trump: „Við sjáum til.“North Korea has "tremendous" economic potential, says Donald Trump, who tells Kim Jong Un it's an "honor" to be with him https://t.co/3xhsJRD1eWpic.twitter.com/t5Rc7N6yyt — Bloomberg (@business) February 27, 2019 Formlegar viðræður Trump og Kim mun hefjast á morgun. Sérfræðingar segja einstaklega ólíklegt að Kim muni nokkurn tíma samþykkja að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Kim lítur á kjarnorkuvopn sem tryggingu gegn því að honum eða afkomendum hans verði velt úr sessi með valdi. Í aðdraganda fundarins hefur Trump og Hvíta húsið reynt að draga úr væntingum fyrir fundinn og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Trump eftir fund þeirra í Singapúr í fyrra, þar sem þeir skrifuðu undir óljóst samkomulag um afkjarnavopnun, hefur lítið sem ekkert gengið síðan þá. Samninganefndir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki einu sinni komist að samkomulagi um hvað afkjarnavopnun þýði í rauninni. Undanfarna daga hefur Trump sagt að hann yrði ánægður svo lengi sem Kim samþykki að láta af tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar.Other US officials at the dinner table include @SecPompeo and @MickMulvaneyOMB. Seated next to Pres Trump is US interpreter Dr. Yun-hyang Lee. pic.twitter.com/32Muauhp4q— Mark Knoller (@markknoller) February 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30
„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19