Vegan góðgæti á fermingarborðið Benedikt Bóas skrifar 26. febrúar 2019 17:00 Avókadó hrákaka. Þau Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Aron Gauti Sigurðarson bera grænkeralífsstílnum fagurt vitni. Á vef þeirra, grænkerar.is, má finna ýmislegt vegan góðgæti. Meðal annars það sem gæti átt heima á veisluborði fermingarbarnsins. Karamelluostakaka Botn 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill1 dl kókosolía1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smurosturinn2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn1 tsk. vanilludropar1 tsk. sítrónusafiSalt3 dl vatn1 tsk. agar-agar-duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.Karamellukrem½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín. þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur.. Jarðarberjaostakaka. Jarðarberjaostakaka 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 8 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið möndlur og pekanhnetur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur, ásamt u.þ.b. einum dl vatni 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus, bráðin 4 dl fersk jarðarber 1 dl vegan rjómaostur, t.d. frá Oatly ¾-1 dl hlynsíróp 1 msk. vanilludropar ¾ dl sítrónusafi Börkur af hálfri sítrónu Salt Setjið kasjúhnetur, vatn og bráðna kókosolíu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið afganginum af hráefnunum út í og blandið vel. Hellið fyllingunni yfir botninn. Ég ákvað að skera jarðarber í helminga og raða þeim með fram kantinum á forminu áður en ég hellti fyllingunni yfir. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með ferskum berjum. Mexíkóskar vefjur. Mexíkóskar vefjur 1 dós vegan rjómaostur, t.d. Oatly 1 dós vegan sýrður rjómi, t.d. Oatly 8 cm púrrulaukur 2-3 litríkar paprikur 2 avókadó 1 dós svartbaunir, skola vel 2 dl gular baunir, skola vel 1 tsk. sítrónusafi 1 lúka ferskt kóríander Salt og pipar Mexíkósk kryddblanda, eftir smekk 6 tortillavefjur Skerið púrrulauk, paprikur og avókadó smátt niður. Skolið svartbaunirnar og gulu baunirnar í sigti. Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og smakkið til með kryddum. Smyrjið blöndunni á tortillakökurnar og rúllið upp í vefjur. Setjið vefjurnar í lokað fat og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið þær síðan niður í um 2 cm þykkar sneiðar daginn eftir og raðið á stóran disk. Sniðugt getur verið að stilla þeim upp á rönd og stinga tannstöngli í. Avókadó hrákaka Avókadó hrákaka 1½ dl möndlur 3 dl ristaðar kókosflögur 8-10 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1-2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið möndlur og ristaðar kókosflögur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling5-6 avókadó, fallega græn og fersk 6 límónur (lime), safinn kreistur úr þeim 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus ¾-1 dl hlynsíróp 1 tsk. vanilla, eða vanilludropar Salt Börkur af einni límónu Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott er að geyma hluta af hlynsírópinu og límónusafanum og hella varlega út í blandarann þar til sætt og súrt hefur náð jafnvægi. Hellið fyllingunni yfir botninn. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með límónuberki eða kókosflögum Birtist í Fréttablaðinu Kökur og tertur Ostakökur Súkkulaðikaka Uppskriftir Vefjur Vegan Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Þau Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Aron Gauti Sigurðarson bera grænkeralífsstílnum fagurt vitni. Á vef þeirra, grænkerar.is, má finna ýmislegt vegan góðgæti. Meðal annars það sem gæti átt heima á veisluborði fermingarbarnsins. Karamelluostakaka Botn 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill1 dl kókosolía1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smurosturinn2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn1 tsk. vanilludropar1 tsk. sítrónusafiSalt3 dl vatn1 tsk. agar-agar-duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.Karamellukrem½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín. þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur.. Jarðarberjaostakaka. Jarðarberjaostakaka 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 8 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið möndlur og pekanhnetur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur, ásamt u.þ.b. einum dl vatni 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus, bráðin 4 dl fersk jarðarber 1 dl vegan rjómaostur, t.d. frá Oatly ¾-1 dl hlynsíróp 1 msk. vanilludropar ¾ dl sítrónusafi Börkur af hálfri sítrónu Salt Setjið kasjúhnetur, vatn og bráðna kókosolíu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið afganginum af hráefnunum út í og blandið vel. Hellið fyllingunni yfir botninn. Ég ákvað að skera jarðarber í helminga og raða þeim með fram kantinum á forminu áður en ég hellti fyllingunni yfir. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með ferskum berjum. Mexíkóskar vefjur. Mexíkóskar vefjur 1 dós vegan rjómaostur, t.d. Oatly 1 dós vegan sýrður rjómi, t.d. Oatly 8 cm púrrulaukur 2-3 litríkar paprikur 2 avókadó 1 dós svartbaunir, skola vel 2 dl gular baunir, skola vel 1 tsk. sítrónusafi 1 lúka ferskt kóríander Salt og pipar Mexíkósk kryddblanda, eftir smekk 6 tortillavefjur Skerið púrrulauk, paprikur og avókadó smátt niður. Skolið svartbaunirnar og gulu baunirnar í sigti. Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og smakkið til með kryddum. Smyrjið blöndunni á tortillakökurnar og rúllið upp í vefjur. Setjið vefjurnar í lokað fat og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið þær síðan niður í um 2 cm þykkar sneiðar daginn eftir og raðið á stóran disk. Sniðugt getur verið að stilla þeim upp á rönd og stinga tannstöngli í. Avókadó hrákaka Avókadó hrákaka 1½ dl möndlur 3 dl ristaðar kókosflögur 8-10 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1-2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið möndlur og ristaðar kókosflögur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling5-6 avókadó, fallega græn og fersk 6 límónur (lime), safinn kreistur úr þeim 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus ¾-1 dl hlynsíróp 1 tsk. vanilla, eða vanilludropar Salt Börkur af einni límónu Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott er að geyma hluta af hlynsírópinu og límónusafanum og hella varlega út í blandarann þar til sætt og súrt hefur náð jafnvægi. Hellið fyllingunni yfir botninn. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með límónuberki eða kókosflögum
Birtist í Fréttablaðinu Kökur og tertur Ostakökur Súkkulaðikaka Uppskriftir Vefjur Vegan Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira