Handbolti

Aron að fá aukna samkeppni hjá Barcelona?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka á HM í janúar.
Luka á HM í janúar.
Króatíski miðjumaðurinn, Luka Cindric, sem er á mála hjá Vive Kielce er ofarlega á óskalista Börsunga fyrir komandi sumarglugga en pólska vefsíðan Kielce Wyborcza greindi frá.

Hinn 25 ára gamli Cindric er einn mest spennandi leikmaður í heiminum í dag og var hann afar öflugur á HM þar sem Króatía endaði í sjöunda sæti eftir að hafa verið í riðli með okkur Íslendingum.





Franska stórliðið PSG hefur haft mikinn áhuga á að semja við króatíska miðjumanninn en forseti Kielce staðfesti í gær að Barcelona hafi áhuga á að krækja í Cindric sem kom til Kielce frá Vardar fyrir tímabilið.

„Það er rétt að Luka hefur fengið boð frá Barcelona. Við erum mikið að spjalla og þetta er áhugavert tilboð en ég vona að Luka verði áfram hjá Kielce,“ sagði Bertus Servaas, forseti Kielce.

Miðjumaðurinn vill fá svör frá Kielce hvað verður um peningahliðina hjá félaginu áður en hann tekur ákvörðun um næsta skref. Hann vill að öllum líklega launahækkun svo um munar en fari hann til Barcelona mun hann líklega leysa hinn 38 ára gamla Raul Entrerrios af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×