Ragnheiður Sara fagnaði ekki aðeins sigri á „Strength in Depth“ CrossFit mótinu og varð 3500 dollurum ríkari, heldur tryggði hún sér einnig farseðilinn á heimsleikana í Madison í ágúst.
Skilaboðin frá Söru inn á Instagram síðu hennar voru líka í einfaldari kantinum í mótslok. „Bless London, halló Madison,“ skrifaði Sara og birti mynd af sér að fagna í keppninni.
Hún átti frábæra helgi og vann mjög sannfærandi sigur. Sara vann fjórar greinar og varð síðan í öðru sæti í hinum þremur.
Það er vissulega að mörgu að taka þegar kemur að afrekum Söru í þessum sjö greinum. Vefsíðan morningchalkup.com fer aðeins yfir þau.
„Tölurnar tala sínu máli. Fjórir sigrar í sjö greinum og aldrei neðar en í öðru sæti. Jafnaði persónulegt met í snörun sem var þriðja grein dagsins auk þess að ná útkomu í 19.1 æfingunni í „Open“ sem engin kona í heiminum hefur náð þegar þessi grein er skrifuð.,“ segir í greininni um sigur Söru.
„Klaufalegu mistökin sem hafa háð Sigmundsdóttur í gegnum árin, voru hvergi sjáanleg á sunnudaginn. Hún var nánast fullkomin í fyrstu tveimur greinunum og það þurfti hetjulega endurkomu hjá löndu hennar Þuríði Helgadóttur í lokagreininni til að koma í veg fyrir að Sara tæki allar greinar lokadagsins,“ segir í greininni.
Þuríður Erla Helgadóttir náði fjórða sætinu á mótinu með því að vinna lokagreinina og minnti líka aðeins á sig með flottri frammistöðu. Vonandi tekst henni að komast líka á heimsleikana en tvær íslenskar konur eru nú með tryggt sæti eða þær Sara og Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Sara Sigmundsdóttir hefur nú komist á pall í þremur CrossFit mótum sem gáfu sæti á heimsleikunum en eftir tvö brons í Dúbaí og Miami þá kláraði hún gullið með glæsibrag um helgina.
Sætið á heimsleikunum þýðir að Sara er að fara að keppa á fimmtu heimsleikunum í röð en hennar besti árangur er þriðja sætið á leikunum 2015 og 2016.
Þessi glæsilega helgi skipti Söru líka miklu máli enda ætti hún að fá mikið sjálfstraust með þessum sannfærandi sigri. Með greininni á morningchalkup.com má líka sjá dramatíska mynd af Söru fagna með fjölskyldu sinni eftir keppnina. Sú mynd segir meira en mörg orð um mikilvægi sigursins.
Goodbye London, hello Madison @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @foodspring_athletics #foodspring_athletics @lysi.life @lysi_us #lysi @philmansfield_msi @baklandmgmt #cfsudurnes #simmagym @rxdphotography @baraoeView this post on Instagram
A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2019 at 3:25pm PST
Back with a vengeance @sarasigmunds took @strengthindepthuk by storm. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ She wins the Elite female competition and an invitation to the 2019 Reebok @crossfitgame with four 1st place finishes and three second place finishes (each ahead of Jamie Greene, Dani Speegle and Thuri Helgadottir). ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ The final standings for the Elite women are: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 1st Sara Sigmundsdottir (682 pts) 2nd Jamie Greene (638 pts) 3rd Dani Speegle (602 pts) ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @frozenintimefr @crossfitgames @noccouk @eleiko_uk @eleikosport @wheyduk @rxbar #uk @WIT.fitness @geometriktarget @reebokuk #CFSiD #crossfitgames #fittestonearth #sanctionalsView this post on Instagram
A post shared by Strength In Depth (@strengthindepthuk) on Feb 24, 2019 at 9:54am PST