Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:00 Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Lögregla á Írlandi er vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hefur verið týndur í Dublin frá 9. febrúar. Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. Bróðir Jóns segir hann hafa haft greiðslukort meðferðis þegar hann hvarf en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum. Síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar í öryggismyndavélum í fimm hundruð metra fjarlægð frá hótelinu.Mynd af Jóni úr öryggismyndavél sem birt var í dag.Lögreglan á Írlandi hélt blaðamannafund í dag þar sem kallað var eftir aðstoð frá almenningi vegna hvarfsins og birti nýja mynd af honum úr öryggismyndavél hjúkrunarheimilis við hótelið. Þá var auglýst á ný eftir honum á Facebook. „Við gáfum upp sömu upplýsingar og áður, aldur hans og hæð, hvaðan hann er og lýsing. Við höfum ekki aðrar upplýsingar, þetta er ráðgáta,“ segir Damien Hogan upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Írlandi. „Við erum að safna saman upplýsingum frá almenningi og erum að skoða hvort við höfum nýjar vísbendingar. Við erum vongóð um að geta staðsett Jón eftir að hafa yfirfarið þær. Það er leit í gangi.“Vita ekki hversu miklu Jón tapaði umrætt kvöld Jón starfar sem leigubílstjóri og spilar póker í frístundum. Hann var ásamt unnustu sinni í Dyflinni á pókermóti þegar hann hvarf. Fjölskylda hans fær fund með lögreglunni á Írlandi á morgun.Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar.Mynd/Aðsend„Þeir sögðust vera hingað og þangað vegna vísbendinga sem þeir hafa fengið,“ segir Daníel Wiium, bróðir Jóns. Jón er líklega með debetkort á sér en það hefur ekkert verið notað. Í fjölmiðlum ytra hefur komið fram að Jón sé mögulega með talsverða fjárhæð með sér. Daníel segir að það sé orðum aukið. „Eins og staðan er í dag þá vitum við ekkert hvað hann tapaði mikið þetta kvöld og ef það hefur verið eitthvað þá er það ekki stór peningur.“ Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hafi Jón ekki látið á neinu bera þrátt fyrir tapið. „Hann er bara glaður í góðum félagsskap og að njóta lífsins.“ Daníel segir að fjölmiðlar hafi sýnt málinu mikinn áhuga síðustu daga. „Við höfum komist í öll blöðin. Það var mikið fjölmiðlafár í leitinni og tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið viðtöl við okkur.“ Þá hefur pókerheimurinn sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning og til að mynda verður haldið mót í kvöld til að safna fyrir fjölskylduna. Daníel segir fjölskylduna afar þreytta. „Við erum að safna styrk í að undirbúa næstu skref og hvetjum lögreglu og utanríkisráðuneytið í að halda þessu gangandi.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07
Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00
Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24