Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu virðist um minni eld að ræða en talið var í fyrstu en slökkviliðsmenn voru nýkomnir á staðinn þegar fréttastofa ræddi við varðstjóra klukkan tíu mínútur í þrjú. Hann hafði því takmarkaðar upplýsingar um tjón vegna brunans eða hvort slys hafði orðið á fólki að svo stöddu.
