Edda: Ekki sátt við að læknar setji ungar íþróttastelpur á pilluna ef þær hætta að fá blæðingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 15:00 Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Eddu Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir gefur stelpum á kynþroskaskeiðinu góð ráð í nýjasta pistli sínum þar sem hún segir frá reynslu sinni af því þegar hún hætti að fá blæðingar. Edda Hannesdóttir vinnur nú markvisst af því að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum en hún á möguleika að komast á ÓL 2020 í Tókýó. Edda leyfir áhugasömum að fylgjast með ferlinu frá fyrstu hendi og gefur um leið einstaka sýn inn í hugarheim íþróttamanns sem er að reynast að komast á Ólympíuleika. Edda Hannesdóttir er líka óhrædd að skrifa um öll mál sem koma að því að vera íþróttakona í fremstu röð hvort sem þau eru andleg eða líkamleg. Edda hefur skrifað mikið um andlegu hliðina að undanförnu og hversu mikilvægt það var fyrir hana að hugsa jákvætt. Í nýjasta pistlinum fannst henni tilvalið að skrifa um eitthvað annað til tilbreytingar eins og hún kemst sjálf að orði. „Ég ætla að grafa aðeins í íþróttafortíðina mína í þeirri von að það hjálpi einhverri annarri ungri stelpu í íþróttum. Undanfarið hef ég verið að skrifa í dagbókina mína um það tímabil í mínu lífi sem ég hætti að fá blæðingar,“ skrifar Edda en hún lenti í því að hætta að fá blæðingar þegar hún var sextán ára og léttist þá mikið. „Þegar ég fór til læknisins var liðið ár síðan ég fór síðast á blæðingar, og ég var búin að léttast um 8 kíló. Eftir smá skoðun og spurningar lagði læknirinn það til að ég myndi byrja á pillunni til þess að þvinga fram blæðingar og það var gert. Ég byrjaði á pillunni og fékk blæðingar aftur,“ skrifaði Edda en hún er ekki sátt með þau lausn. „Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég áttaði mig á því hvað var í gangi í líkamanum mínum, og hversu absúrd það var hjá lækninum að "leysa málið" með því að setja mig á pilluna í stað þess að taka á vandamálinu sjálfu,“ skrifar Edda og útskýrir nánar. „Þegar konur hætta á blæðingum (ekki á breytingaskeiði) er það alvarlegt merki sem líkaminn er að senda frá sér! Í langflestum tilvikum þýðir það að líkaminn sé vannærður, undir allt of miklu álagi, sé í miklu hormónaójafnvægi eða ofæfður. Það er ekki merki um hraustleika að missa úr blæðingar, bara alls ekki,“ skrifar Edda. „Kynþroskaskeiðið er erfitt fyrir margar stelpur. Líkaminn okkar er að breytast - við fáum brjóst, rass, mjaðmir og það er mjög erfitt þegar maður er í íþróttum. Á meðan strákarnir verða hraðari á kynþroska hægist oft á stelpum og ég man að mér fannst erfitt að sætta mig við það. Ég skyldi ekki af hverju ég var ekki að fara á sömu tímum í vatninu og áður og svo framvegis. Ef ég gæti sagt eitt við 16 ára Guðlaugu væri það að þetta ástand er bara tímabundið. Þegar líkaminn nær jafnvægi aftur verður hann sterkari en áður, þá sérstaklega ef við hugsum vel um hann, nærum hann rétt og hvílum,“ skrifaði Edda. „Það að missa blæðingar er ekki eðlilegt ástand. Það að fara á pilluna leysir ekki vandamálið, heldur að hvílast, minnka æfingar og borða nóg. Mig langar að skrifa aftur borða nóg - ég þekki svo margar konur í íþróttum (þar með talið mig sjálfa) sem hafa vanmetið hversu mikið við þurfum að borða til þess að fylla á orkubirgðir líkamans fyrir, á meðan og eftir æfingar. Líkaminn er ekki í jafnvægi ef við nærum hann lítið eða illa,“ skrifaði Edda en það má sjá allan pistilinn hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Tengdar fréttir Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“ Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. 20. febrúar 2019 16:00 Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30 Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30 Edda í „samfélagsmiðladetoxi“ í Höfðaborg CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði frábæra hluti í Höfðaborg í Suður-Afríku um síðustu helgi og nú er komið að þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. 7. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir gefur stelpum á kynþroskaskeiðinu góð ráð í nýjasta pistli sínum þar sem hún segir frá reynslu sinni af því þegar hún hætti að fá blæðingar. Edda Hannesdóttir vinnur nú markvisst af því að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum en hún á möguleika að komast á ÓL 2020 í Tókýó. Edda leyfir áhugasömum að fylgjast með ferlinu frá fyrstu hendi og gefur um leið einstaka sýn inn í hugarheim íþróttamanns sem er að reynast að komast á Ólympíuleika. Edda Hannesdóttir er líka óhrædd að skrifa um öll mál sem koma að því að vera íþróttakona í fremstu röð hvort sem þau eru andleg eða líkamleg. Edda hefur skrifað mikið um andlegu hliðina að undanförnu og hversu mikilvægt það var fyrir hana að hugsa jákvætt. Í nýjasta pistlinum fannst henni tilvalið að skrifa um eitthvað annað til tilbreytingar eins og hún kemst sjálf að orði. „Ég ætla að grafa aðeins í íþróttafortíðina mína í þeirri von að það hjálpi einhverri annarri ungri stelpu í íþróttum. Undanfarið hef ég verið að skrifa í dagbókina mína um það tímabil í mínu lífi sem ég hætti að fá blæðingar,“ skrifar Edda en hún lenti í því að hætta að fá blæðingar þegar hún var sextán ára og léttist þá mikið. „Þegar ég fór til læknisins var liðið ár síðan ég fór síðast á blæðingar, og ég var búin að léttast um 8 kíló. Eftir smá skoðun og spurningar lagði læknirinn það til að ég myndi byrja á pillunni til þess að þvinga fram blæðingar og það var gert. Ég byrjaði á pillunni og fékk blæðingar aftur,“ skrifaði Edda en hún er ekki sátt með þau lausn. „Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég áttaði mig á því hvað var í gangi í líkamanum mínum, og hversu absúrd það var hjá lækninum að "leysa málið" með því að setja mig á pilluna í stað þess að taka á vandamálinu sjálfu,“ skrifar Edda og útskýrir nánar. „Þegar konur hætta á blæðingum (ekki á breytingaskeiði) er það alvarlegt merki sem líkaminn er að senda frá sér! Í langflestum tilvikum þýðir það að líkaminn sé vannærður, undir allt of miklu álagi, sé í miklu hormónaójafnvægi eða ofæfður. Það er ekki merki um hraustleika að missa úr blæðingar, bara alls ekki,“ skrifar Edda. „Kynþroskaskeiðið er erfitt fyrir margar stelpur. Líkaminn okkar er að breytast - við fáum brjóst, rass, mjaðmir og það er mjög erfitt þegar maður er í íþróttum. Á meðan strákarnir verða hraðari á kynþroska hægist oft á stelpum og ég man að mér fannst erfitt að sætta mig við það. Ég skyldi ekki af hverju ég var ekki að fara á sömu tímum í vatninu og áður og svo framvegis. Ef ég gæti sagt eitt við 16 ára Guðlaugu væri það að þetta ástand er bara tímabundið. Þegar líkaminn nær jafnvægi aftur verður hann sterkari en áður, þá sérstaklega ef við hugsum vel um hann, nærum hann rétt og hvílum,“ skrifaði Edda. „Það að missa blæðingar er ekki eðlilegt ástand. Það að fara á pilluna leysir ekki vandamálið, heldur að hvílast, minnka æfingar og borða nóg. Mig langar að skrifa aftur borða nóg - ég þekki svo margar konur í íþróttum (þar með talið mig sjálfa) sem hafa vanmetið hversu mikið við þurfum að borða til þess að fylla á orkubirgðir líkamans fyrir, á meðan og eftir æfingar. Líkaminn er ekki í jafnvægi ef við nærum hann lítið eða illa,“ skrifaði Edda en það má sjá allan pistilinn hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Tengdar fréttir Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“ Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. 20. febrúar 2019 16:00 Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30 Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30 Edda í „samfélagsmiðladetoxi“ í Höfðaborg CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði frábæra hluti í Höfðaborg í Suður-Afríku um síðustu helgi og nú er komið að þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. 7. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“ Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. 20. febrúar 2019 16:00
Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30
Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30
Edda í „samfélagsmiðladetoxi“ í Höfðaborg CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði frábæra hluti í Höfðaborg í Suður-Afríku um síðustu helgi og nú er komið að þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. 7. febrúar 2019 15:30