Ætla að taka á skiltafargani í Grindavík Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2019 14:13 Bæjarstjórinn segir marga góða veitingastaði í bænum sem sjálfsagt sé að vekja athygli á, en það þurfi að gerast skipulega. Aðsend Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir málið komið inn á borð bæjaryfirvalda og því hafi verið vísað til skipulagssviðs sveitarfélagsins. „Það stendur til að fara yfir þessi mál og kynna þetta fyrir fastanefndum bæjarins þannig að það verði komið á þetta svona góðu skikki í samráði við veitingaaðila. Í byggingarreglugerð er að finna kröfur um auglýsingaskilti. Þar segir að skilti sem eru yfir 1,5 fermetrum að flatarmáli séu byggingarleyfisskyld, þó ekki tímabundin skilti undir 2,0 fermetrum að stærð sem ætlað er að standa skemur en tvær vikur. Umferðarskilti og þess háttar eru ekki byggingarleyfisskyld. Tryggja skal við gerð og uppsetningu skilta að þau valdi ekki hættu. „Það eru landslög og reglur sem gilda og ef menn fara eftir því á þetta ekki að vera vandamál. En við ætlum samt að skerpa á þessum málum þannig að þetta verði ekki með svona óskipulegum hætti,“ segir Fannar. Hann segir Grindavíkurbæ búa að því að vera með marga góða veitingastaði. „Og menn eru að vekja athygli ferðamanna á því hvar þeir eru staðsettir því veitingastaðirnir blasa ekki við þegar komið er inn í bæinn. Það er nú fjarri því að það sé ekki þverfótað fyrir skiltum, en þetta er ekki nógu skipulagt,“ segir Fannar. Bæjaryfirvöldum bíður því nú það verkefni að tryggja að staðirnir geti auglýst sig með skiltum á réttum stöðum, á smekklegan hátt og með tilheyrandi leyfi. Grindavík Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir málið komið inn á borð bæjaryfirvalda og því hafi verið vísað til skipulagssviðs sveitarfélagsins. „Það stendur til að fara yfir þessi mál og kynna þetta fyrir fastanefndum bæjarins þannig að það verði komið á þetta svona góðu skikki í samráði við veitingaaðila. Í byggingarreglugerð er að finna kröfur um auglýsingaskilti. Þar segir að skilti sem eru yfir 1,5 fermetrum að flatarmáli séu byggingarleyfisskyld, þó ekki tímabundin skilti undir 2,0 fermetrum að stærð sem ætlað er að standa skemur en tvær vikur. Umferðarskilti og þess háttar eru ekki byggingarleyfisskyld. Tryggja skal við gerð og uppsetningu skilta að þau valdi ekki hættu. „Það eru landslög og reglur sem gilda og ef menn fara eftir því á þetta ekki að vera vandamál. En við ætlum samt að skerpa á þessum málum þannig að þetta verði ekki með svona óskipulegum hætti,“ segir Fannar. Hann segir Grindavíkurbæ búa að því að vera með marga góða veitingastaði. „Og menn eru að vekja athygli ferðamanna á því hvar þeir eru staðsettir því veitingastaðirnir blasa ekki við þegar komið er inn í bæinn. Það er nú fjarri því að það sé ekki þverfótað fyrir skiltum, en þetta er ekki nógu skipulagt,“ segir Fannar. Bæjaryfirvöldum bíður því nú það verkefni að tryggja að staðirnir geti auglýst sig með skiltum á réttum stöðum, á smekklegan hátt og með tilheyrandi leyfi.
Grindavík Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira