Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 13:29 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16