Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 13:29 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16