Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 10:41 Ásgeir Jónsson fagnar innilega með Halldóri Jóhanni eftir að hann kláraði Selfoss í oddaleik í undanúrslitum Olís-deildarinnar í fyrra á útivelli. vísir/andri marinó „Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira
„Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira
FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08
Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25