Vildi myrða Demókrata og fjölmiðlamenn Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. febrúar 2019 08:45 Hér má sjá vopnabúr Hasson. Vísir/AP Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones. Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones.
Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira