Knattspyrnusamband Frakklands sektaði Nantes nefnilega um 16.500 evrur eða 2,2 milljónir í íslenskra króna fyrir hegðun stuðningsmannanna félagsins.
Stuðningsmenn franska félagsins kveiktu upp í blysum á vellinum til að minnast fyrrum leikmanns síns og héldu auk þess upp risavöxnum fána í fyrsta leik félagsins eftir flugvél Emiliano Sala hvarf.
Emiliano Sala: Nantes fined after fans set off flares in striker's tribute https://t.co/odlYS96Dcwpic.twitter.com/9lpeZ3fADd
— Sports Times (@SportstimesUK) February 21, 2019
Emiliano Sala lést í flugslysi á Ermarsundinu 21. janúar síðastliðinn þegar lítil flugvél með hann og flugmanninn David Ibbotson hrapaði á leið sinni frá Nantes til Cardiff.
Sala skoraði 48 mörk í 133 leikjum með Nantes en þegar hann lést þá var félagið nýbúið að selja hann til enska úrvalsdeildarfélagsins Cardiff City.
Það er stranglega bannað að kveikja upp í blysum inn á fótboltaleikvöngum og franska sambandið sýndi Nantes enga miskunn þrátt fyrir fyrrnefndar kringumstæður.
This is what's wrong with football these days
Soft target as opposed to stopping the cheating, diving, time wasting gits on £300+k
Emiliano Sala: Nantes fined after fans set off flares in striker's tribute - https://t.co/7fIXx4bVkT
— Chris O'Sullivan (@OSullivan_Chris) February 20, 2019
Nantes sýndi Cardiff City heldur enga miskunn í að fá peninginn fyrir söluna á Emiliano Sala þrátt fyrir að hann hafi ekki einu sinni náð að æfa með velska félaginu.
Síðustu fréttir eru þó þær að Nantes hafi komist að samkomulagi við Cardiff um að fresta fyrstu greiðslu vegna kaupanna á Emiliano Sala.