„Þau eru að brjóta á barninu okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira