Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Martin Hermannsson er klár í að taka við keflinu. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson kveður íslenska landsliðið í körfubolta samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Jón Arnór er besti íslenski körfuboltamaðurinn fyrr og síðar að flestra mati og verður vitaskuld erfitt að horfa á eftir honum. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn þá besti varnarmaður landsliðsins þrátt fyrir háan aldur og margar kílómetra á tanknum. Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður Íslands í dag en hann spilar með þýska stórliðinu Alba Berlín. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður í íslenska liðinu tekur nú væntanlega alfarið við aðalhlutverkinu í liðinu af Jóni Arnóri. Jón fór fyrst að hugsa um að hætta fyrir nokkrum árum en hefur ávallt viljað þjóna landi og þjóð. Því fagnar Martin sem er töluvert betur í stakk búinn til að taka við af Jóni heldur en fyrir kannski tveimur til þremur árum. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust en ég var ekki tilbúinn í það, þannig séð. Þegar að hann er inn á vellinum tekur hann til sín meiri athygli og opnar meira fyrir mig. Ég fann fyrir því síðasta sumar þegar að hann var ekki með hvað hann hefur mikil áhrif á mig og allt liðið,“ segir Martin sem lítur mikið upp til Jóns Arnórs.Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik annað kvöld.vísir/vilhelmStærsta fyrirmyndin „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést líka stundum á leiknum mínum á því hvernig ég hreyfi mig og fleira. Maður er að reyna að herma eftir sumum skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum. Hann verður samt vonandi áfram í kringum mig til að hjálpa mér.“ Martin kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið og var allt í öllu þegar að Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 í körfubolta. „Ég er bara 24 ára. Menn horfa stundum á mig sem einhvern 35 ára reynslubolta. Ég á nú einhver ár eftir í þessu,“ segir hann og hlær. Martin hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2016 þegar að hann gekk í raðir Charleville í frönsku B-deildinni eftir dvöl í bandarískum háskóla. Hann var eitt tímabil þar, fór svo í frönsku A-deildina og þaðan til Alba Berlín sem er stórlið í evrópskum körfubolta. „Það fer rosalega vel um mig og fjölskylduna í Berlík og gengur mér vel í körfuboltanum. Þetta var svekkjandi á sunnudaginn þegar að við töpuðum bikarúrslitaleiknum en við erum enn þá inni í Evrópukeppninni og í toppbaráttunni í Þýskalandi þannig að það er nóg eftir og nóg að spila um,“ segir Martin.Martin nýtur lífsins í Berlín og verður líklega þar áfram.vísir/báraLjúft í Berlín „Ég er enn þá að koma mér af stað eftir ökklameiðslin sem héldu mér frá í tvo mánuði. Það tekur líka sinn tíma en ég er að spila á svo stóru sviði að þetta eru aldrei 40 mínútur í leik heldur kannski 20 til 25 mínútur. Við erum að spila tvo til þrjá leiki í viku þannig að álagið er mikið.“ „Það er gaman að koma aðeins heim og gott að hvíla sig aðeins. Það er alltaf gott að hitta fjölskyldu og vini og auðvitað að kveðja þessa miklu meistara,“ segir Martin. Leikstjórnandinn magnaði staldraði stutt við í fyrstu tveimur félagsliðunum sínum eftir háskóladvölina en líklegt er að hann taki annað ár í Berlín. „Ég gerði tveggja ára samning núna. Þetta breytist hratt í þessum heimi. Körfuboltinn er svo öðruvísi en handbolti og fótbolti þannig að maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég er allavega með samning út næsta tímabil þannig að ég býst við því að vera í Berlín áfram,“ segir Martin Hermannsson.Klippa: Martin - Býst við að vera áfram í Berlín Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson kveður íslenska landsliðið í körfubolta samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Jón Arnór er besti íslenski körfuboltamaðurinn fyrr og síðar að flestra mati og verður vitaskuld erfitt að horfa á eftir honum. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn þá besti varnarmaður landsliðsins þrátt fyrir háan aldur og margar kílómetra á tanknum. Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður Íslands í dag en hann spilar með þýska stórliðinu Alba Berlín. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður í íslenska liðinu tekur nú væntanlega alfarið við aðalhlutverkinu í liðinu af Jóni Arnóri. Jón fór fyrst að hugsa um að hætta fyrir nokkrum árum en hefur ávallt viljað þjóna landi og þjóð. Því fagnar Martin sem er töluvert betur í stakk búinn til að taka við af Jóni heldur en fyrir kannski tveimur til þremur árum. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust en ég var ekki tilbúinn í það, þannig séð. Þegar að hann er inn á vellinum tekur hann til sín meiri athygli og opnar meira fyrir mig. Ég fann fyrir því síðasta sumar þegar að hann var ekki með hvað hann hefur mikil áhrif á mig og allt liðið,“ segir Martin sem lítur mikið upp til Jóns Arnórs.Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik annað kvöld.vísir/vilhelmStærsta fyrirmyndin „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést líka stundum á leiknum mínum á því hvernig ég hreyfi mig og fleira. Maður er að reyna að herma eftir sumum skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum. Hann verður samt vonandi áfram í kringum mig til að hjálpa mér.“ Martin kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið og var allt í öllu þegar að Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 í körfubolta. „Ég er bara 24 ára. Menn horfa stundum á mig sem einhvern 35 ára reynslubolta. Ég á nú einhver ár eftir í þessu,“ segir hann og hlær. Martin hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2016 þegar að hann gekk í raðir Charleville í frönsku B-deildinni eftir dvöl í bandarískum háskóla. Hann var eitt tímabil þar, fór svo í frönsku A-deildina og þaðan til Alba Berlín sem er stórlið í evrópskum körfubolta. „Það fer rosalega vel um mig og fjölskylduna í Berlík og gengur mér vel í körfuboltanum. Þetta var svekkjandi á sunnudaginn þegar að við töpuðum bikarúrslitaleiknum en við erum enn þá inni í Evrópukeppninni og í toppbaráttunni í Þýskalandi þannig að það er nóg eftir og nóg að spila um,“ segir Martin.Martin nýtur lífsins í Berlín og verður líklega þar áfram.vísir/báraLjúft í Berlín „Ég er enn þá að koma mér af stað eftir ökklameiðslin sem héldu mér frá í tvo mánuði. Það tekur líka sinn tíma en ég er að spila á svo stóru sviði að þetta eru aldrei 40 mínútur í leik heldur kannski 20 til 25 mínútur. Við erum að spila tvo til þrjá leiki í viku þannig að álagið er mikið.“ „Það er gaman að koma aðeins heim og gott að hvíla sig aðeins. Það er alltaf gott að hitta fjölskyldu og vini og auðvitað að kveðja þessa miklu meistara,“ segir Martin. Leikstjórnandinn magnaði staldraði stutt við í fyrstu tveimur félagsliðunum sínum eftir háskóladvölina en líklegt er að hann taki annað ár í Berlín. „Ég gerði tveggja ára samning núna. Þetta breytist hratt í þessum heimi. Körfuboltinn er svo öðruvísi en handbolti og fótbolti þannig að maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég er allavega með samning út næsta tímabil þannig að ég býst við því að vera í Berlín áfram,“ segir Martin Hermannsson.Klippa: Martin - Býst við að vera áfram í Berlín
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30