Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira