Brýnt að foreldrar setji mörk um leikjaspilun Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Nemendur í Háaleitisskóla fóru að spila borðspil eftir að skólastjórnendur bönnuðu tölvuleikjaspilun á bókasafni skólans. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira