Vel stæðir eldri borgarar dóu í „hryllingshúsi“ á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 07:45 Húsið sem um ræðir í bænum Chiclana de la Frontera. EPA Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz. Spánn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz.
Spánn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira