Vel stæðir eldri borgarar dóu í „hryllingshúsi“ á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 07:45 Húsið sem um ræðir í bænum Chiclana de la Frontera. EPA Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz. Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz.
Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira