Jákvæðar 15 milljónir dala Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 19:48 Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir/egill Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55