Handbolti

Aldarfjórðungs bið FH-inga á enda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór Sigfússon er þjálfari FH.
Halldór Sigfússon er þjálfari FH. vísir/daníel
FH varð í dag bikarmeistari karla í handbolta eftir þriggja marka sigur á Val, 27-24, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.

Þar með lauk 25 ára bið FH eftir bikarmeistaratitli. FH-ingar urðu bikarmeistarar undir stjórn Kristjáns Arasonar 1994 en svo tók við löng bikarbið.

FH tapaði í bikarúrslitum 1999 og 2015 en vann loks bikarinn í dag.

FH hefur alls sex sinnum orðið bikarmeistari karla. Aðeins Valur og Haukar hafa unnið bikarinn oftar.

Þetta er í þriðja sinn sem FH verður bikarmeistari eftir sigur á Val í úrslitaleik. Það gerðist einnig 1976 og 1992.

Bikarmeistaratitlar FH í karlaflokki:

1975 - 19-18 sigur á Fram

1976 - 19-17 sigur á Val

1977 - 24-17 sigur á Þrótti

1992 - 25-20 sigur á Val

1994 - 30-23 sigur á KA

2019 - 27-24 sigur á Val






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×