Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 11:55 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Í yfirlýsingu sem send var í gegnum kauphöllina í Stokkhólmi segist bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Partners tilbúinn að hækka upphaflegt 75 milljón dollara framlag sitt inn í rekstur WOW air um allt að 15 milljónir dollara, verði ákveðin skilyrði sjóðsins uppfyllt. Heildarfjárfesting sjóðsins í WOW gæti þannig numið tæpum 11 milljörðum króna. Mbl greindi frá þessu fyrr í dag. Þó er ítrekað í yfirlýsingunni ekki sé komið á samkomulag milli Indigo og WOW þar sem enn eigi eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri WOW. Þá kemur fram að eignarhlutur Skúla Mogensen í félaginu standi og falli með afkomu félagsins í framtíðinni. Þannig geti hann orðið á bilinu 0 til 100%. Skilmálar Indigo fyrir aukinni fjárfestingu kveða meðal annars á um að lán upp á sex milljónir dollara, tæpar 730 milljónir króna, sem Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, veitti WOW verði afskrifað og að endurskipulagning í fjármálum félagsins valdi því að mögulegar endurheimtur hluthafa WOW velti alfarið á afkomu félagsins í framtíðinni. Í yfirlýsingunni segir einnig að skilmálar sem skuldabréfaeigendur í WOW hafi gengið að muni koma til með að þurfa að breytast, eigi félagið að geta haldið rekstrarhæfi sínu og að samkvæmt áreiðanleikakönnun hafi komið í ljós að eigendur skuldabréfa þurfi að samþykkja skilmála sem leiði af sér að endurheimtur þeirra bindist við frammistöðu í rekstri félagsins á næstu árum. Þá er einnig lagt upp með að lengt verði í bréfunum og greiðist þau þá út á fimm árum í stað þriggja eins og upphaflega stóð til. Fjárfestar í bréfum WOW air samþykktu í janúar síðastliðinn breytta skilmála bréfanna. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Í yfirlýsingu sem send var í gegnum kauphöllina í Stokkhólmi segist bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Partners tilbúinn að hækka upphaflegt 75 milljón dollara framlag sitt inn í rekstur WOW air um allt að 15 milljónir dollara, verði ákveðin skilyrði sjóðsins uppfyllt. Heildarfjárfesting sjóðsins í WOW gæti þannig numið tæpum 11 milljörðum króna. Mbl greindi frá þessu fyrr í dag. Þó er ítrekað í yfirlýsingunni ekki sé komið á samkomulag milli Indigo og WOW þar sem enn eigi eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri WOW. Þá kemur fram að eignarhlutur Skúla Mogensen í félaginu standi og falli með afkomu félagsins í framtíðinni. Þannig geti hann orðið á bilinu 0 til 100%. Skilmálar Indigo fyrir aukinni fjárfestingu kveða meðal annars á um að lán upp á sex milljónir dollara, tæpar 730 milljónir króna, sem Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, veitti WOW verði afskrifað og að endurskipulagning í fjármálum félagsins valdi því að mögulegar endurheimtur hluthafa WOW velti alfarið á afkomu félagsins í framtíðinni. Í yfirlýsingunni segir einnig að skilmálar sem skuldabréfaeigendur í WOW hafi gengið að muni koma til með að þurfa að breytast, eigi félagið að geta haldið rekstrarhæfi sínu og að samkvæmt áreiðanleikakönnun hafi komið í ljós að eigendur skuldabréfa þurfi að samþykkja skilmála sem leiði af sér að endurheimtur þeirra bindist við frammistöðu í rekstri félagsins á næstu árum. Þá er einnig lagt upp með að lengt verði í bréfunum og greiðist þau þá út á fimm árum í stað þriggja eins og upphaflega stóð til. Fjárfestar í bréfum WOW air samþykktu í janúar síðastliðinn breytta skilmála bréfanna.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56
Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30
Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30