Handbolti

Kári: Alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta

Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar
Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis.
Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis. vísir/stefán
Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, var í bland stoltur og svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Val, 25-28, í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í kvöld.

Fjölnismenn voru hársbreidd frá því að vinna leikinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn. En þegar fimm sekúndur voru ti leiksloka fengu Valsmenn afar umdeilt vítakast þar sem dómarar leiksins studdust við myndbandstækni.

„Þetta er súrsæt tilfinning. Við vorum mjög nálægt því að klára þetta í venjulegum leiktíma og áttum það skilið. En svo kom þessi dómur undir lokin. Ég er alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta. Þá breytist allt og brot sem voru eðlileg áður eru orðin víti, rautt og blátt og hvað eina,“ sagði Kári eftir leik.

„Dómararnir hljóta að meta að um hrindingu hafi verið að ræða. En það gerðist á ellefu metrunum og ég skil ekki hvernig það endar með vítakasti. Ég veit ekki hvað skal segja.“

Ekki nóg með að Fjölnir hafi fengið á sig víti heldur fékk línumaðurinn Arnar Máni Rúnarsson beint rautt spjald. Fjölnismenn byrjuðu framlenginguna því manni færri.

„Við vorum án annars línumanns og sá þriðji kom inn á og stóð sig fínt. Auðvitað riðlaði þetta okkar leik og þetta varð þungt. En ég er stoltur af mínu liði,“ sagði Kári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×