Fimmta mislingatilfellið staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. mars 2019 17:11 Embætti landlæknis hefur greint frá því að fimmta mislingatilfellið sé nú staðfest hér á landi. fréttablaðið/anton brink Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03
Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40