Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 12:40 Forgangshópar eru hvattir til að mæta í bólusetningu gegn mislingum sem hefjast strax í dag. Vísir/Anton Brink Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05